Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 13:00 Carlos Queiroz lætur yfirleitt vel í sér heyra á hliðarlínunni. Ian MacNicol/Getty Images Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ Klinsmann var í setti hjá BBC eftir 2-0 sigur Íran gegn Wales á HM í Katar síðastliðinn föstudag og talaði þá um menningu íranska liðsins. „Carlos passar vel inn í þetta landslið og þeirra menningu. Honum mistókst í Suður-Ameríku með Kólumbíu og mistókst svo að komast á mótið með Egyptalandi. Síðan tekur hann við Íran, þar sem hann vann lengi, rétt fyrir heimsmeistaramótið,“ sagði Klinsmann. „Þetta er ekki tilviljun. Hvernig þeir spila er hluti af menningunni.“ „Þeir atast í dómaranum. Þeir atast í línuverðinum og fjórða dómaranum og eru stanslaust að ræða við þá. Það voru mörg dæmi um þetta sem við sáum ekki endilega í leiknum. Svona er þeirra menning, þeir reyna að koma þér úr jafnvægi.“ Ummæli Klinsmann hafa farið misvel í fólk og margir sem saka leikmanninn fyrrverandi um rasisma. This is unbelievable… Watch @J_Klinsmann dismiss brown athletes, from Iran to Guatemala, repeatedly saying “this is their culture”, while the host and other guests are sitting there listening to him go on and on, live on @BBCSport.pic.twitter.com/RgOR3b1sr0— Negar Mortazavi نگار مرتضوی (@NegarMortazavi) November 26, 2022 Queiroz hefur hins vegar svarað Klinsmann fullum hálsi á Twitter-síðu sinni þar sem hann sakar Þjóðverjann meðal annars um að grafa undan þeirri vinnu sem unnin hefur verið í írönskum fótbolta. Þá hefur Queiroz einnig boðið Klinsmann að kíkja á æfingu hjá íranska liðinu svo hann geti sjálfur séð hversu hart liðið leggur að sér og læra um landið og fólkið sem þar býr. „Það skiptir engu hversu mikið ég virði það sem þú gerðir á vellinum, þessi ummæli þín um íranska menningu, íranska landsliðið og leikmenn mína er svívirðing við fótboltann,“ skrifaði Queiroz meðal annars á Twitter. Dear Jurgen; You took the initiative to call me Carlos, so I believe it is proper to call you Jurgen. Right?Even not knowing me personally, you question my character with a typical prejudiced judgment of superiority.(...) pic.twitter.com/JAq0l7Yp6n— Carlos Queiroz (@Carlos_Queiroz) November 26, 2022 Ummælin tekin úr samhengi Klinsmann hefur þó aðeins dregið í land varðandi ummælin og segir þau tekin úr samhengi. Hann segist vilja ræða við þjálfarann til að lægja öldurnar í þessu máli. „Það voru nokkur ummæli sem ég lét falla sem voru algjörlega tekin úr samhengi. Ég ætla að reyna að hringja í hann til að lægja öldurnar,“ sagði Klinsmann við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég hef aldrei gagnrýnt Carlos eða bekkinn hjá Íran. Svo voru einhverjir sem héldu að ég væri að gagnrýna dómarann af því að hann gerði ekkert í hegðun þeirra á bekknum.“ „Það eina sem ég gerði var að lýsa því hversu miklar tilfinningar þeir sýna þegar þeir spila, sem er í raun aðdáunarvert að einhverju leyti. Allur bekkurinn lifir sig inn í leikinn. Þeir hoppa upp og niður og Carlos er mjög ástríðufullur þjálfari. Hann er stanslaust á hliðarlínunni að reyna að gefa leikmönnum skilaboð og aukna orku,“ sagði Klinsmann að lokum. HM 2022 í Katar Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Klinsmann var í setti hjá BBC eftir 2-0 sigur Íran gegn Wales á HM í Katar síðastliðinn föstudag og talaði þá um menningu íranska liðsins. „Carlos passar vel inn í þetta landslið og þeirra menningu. Honum mistókst í Suður-Ameríku með Kólumbíu og mistókst svo að komast á mótið með Egyptalandi. Síðan tekur hann við Íran, þar sem hann vann lengi, rétt fyrir heimsmeistaramótið,“ sagði Klinsmann. „Þetta er ekki tilviljun. Hvernig þeir spila er hluti af menningunni.“ „Þeir atast í dómaranum. Þeir atast í línuverðinum og fjórða dómaranum og eru stanslaust að ræða við þá. Það voru mörg dæmi um þetta sem við sáum ekki endilega í leiknum. Svona er þeirra menning, þeir reyna að koma þér úr jafnvægi.“ Ummæli Klinsmann hafa farið misvel í fólk og margir sem saka leikmanninn fyrrverandi um rasisma. This is unbelievable… Watch @J_Klinsmann dismiss brown athletes, from Iran to Guatemala, repeatedly saying “this is their culture”, while the host and other guests are sitting there listening to him go on and on, live on @BBCSport.pic.twitter.com/RgOR3b1sr0— Negar Mortazavi نگار مرتضوی (@NegarMortazavi) November 26, 2022 Queiroz hefur hins vegar svarað Klinsmann fullum hálsi á Twitter-síðu sinni þar sem hann sakar Þjóðverjann meðal annars um að grafa undan þeirri vinnu sem unnin hefur verið í írönskum fótbolta. Þá hefur Queiroz einnig boðið Klinsmann að kíkja á æfingu hjá íranska liðinu svo hann geti sjálfur séð hversu hart liðið leggur að sér og læra um landið og fólkið sem þar býr. „Það skiptir engu hversu mikið ég virði það sem þú gerðir á vellinum, þessi ummæli þín um íranska menningu, íranska landsliðið og leikmenn mína er svívirðing við fótboltann,“ skrifaði Queiroz meðal annars á Twitter. Dear Jurgen; You took the initiative to call me Carlos, so I believe it is proper to call you Jurgen. Right?Even not knowing me personally, you question my character with a typical prejudiced judgment of superiority.(...) pic.twitter.com/JAq0l7Yp6n— Carlos Queiroz (@Carlos_Queiroz) November 26, 2022 Ummælin tekin úr samhengi Klinsmann hefur þó aðeins dregið í land varðandi ummælin og segir þau tekin úr samhengi. Hann segist vilja ræða við þjálfarann til að lægja öldurnar í þessu máli. „Það voru nokkur ummæli sem ég lét falla sem voru algjörlega tekin úr samhengi. Ég ætla að reyna að hringja í hann til að lægja öldurnar,“ sagði Klinsmann við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég hef aldrei gagnrýnt Carlos eða bekkinn hjá Íran. Svo voru einhverjir sem héldu að ég væri að gagnrýna dómarann af því að hann gerði ekkert í hegðun þeirra á bekknum.“ „Það eina sem ég gerði var að lýsa því hversu miklar tilfinningar þeir sýna þegar þeir spila, sem er í raun aðdáunarvert að einhverju leyti. Allur bekkurinn lifir sig inn í leikinn. Þeir hoppa upp og niður og Carlos er mjög ástríðufullur þjálfari. Hann er stanslaust á hliðarlínunni að reyna að gefa leikmönnum skilaboð og aukna orku,“ sagði Klinsmann að lokum.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti