Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2022 14:03 Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með móttöku flóttamanna á Austurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð. Í dag eru um 30 flóttamenn búsettir á Eiðum. Móttaka fólksins hefur tekist einstaklega vel og mikil ánægja hjá fólkinu sjálfu með allan aðbúnað á staðnum. Jónína Brynjólfsdóttir, segir næga atvinnu fyrir flóttafólkið að hafa á Austurlandi. „Ég veit ekki betur en að fyrirtæki hér á svæðinu séu búin að vera að taka flóttamennina okkar í viðtöl hist og her því mér skilst að þeim standi margvísleg atvinna í boði því hér er gríðarlegur skortur á vinnuafli. Þannig að ég held að flestir atvinnurekendur hafi tekið þeim fagnandi og hér standi til boða atvinna og mögulegt húsnæði þannig að það eru vonir okkar að þau staldri ekki lengi við á Eiðum heldur komi sem fyrst inn í samfélögin okkur hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónína segir að sveitarstjórnarfólk sé mjög stolt af móttöku flóttamannanna á Eiðum. „Við erum bara vongóð um það að þau komist hér inn í samfélagið. Auðvitað eru áskoranir, sem fylgja þessu. Það er mikilvægt að við höldum vel utan um þá sem koma og að við tökum ekki að okkur allt of marga, sem sum sveitarfélög hafa verið að lenda í. Við viljum að þau aðlagist samfélaginu, það er verkefni, það er ekki nóg að þau fái atvinnu, það þarf að fylgja þeim eftir víðs vegar. Það þarf að koma þeim á tungumálanámskeið og annað og það er bara verkefni, sem við stöndum frammi fyrir núna og erum að vinna í.“ Og þið eruð tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum eða? „Já, já, við treystum okkur til að taka á móti fleirum en við setjum þann fyrirvara á að við viljum gera það vel og þá þýðir það að við tökum ekki allt of marga og ekki allt of geyst.“ Flóttamennirnir eru smátt og smátt að aðlaga sig að samfélaginu á Austurlandi, til dæmis í Múlaþingi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóttafólk á Íslandi Múlaþing Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Í dag eru um 30 flóttamenn búsettir á Eiðum. Móttaka fólksins hefur tekist einstaklega vel og mikil ánægja hjá fólkinu sjálfu með allan aðbúnað á staðnum. Jónína Brynjólfsdóttir, segir næga atvinnu fyrir flóttafólkið að hafa á Austurlandi. „Ég veit ekki betur en að fyrirtæki hér á svæðinu séu búin að vera að taka flóttamennina okkar í viðtöl hist og her því mér skilst að þeim standi margvísleg atvinna í boði því hér er gríðarlegur skortur á vinnuafli. Þannig að ég held að flestir atvinnurekendur hafi tekið þeim fagnandi og hér standi til boða atvinna og mögulegt húsnæði þannig að það eru vonir okkar að þau staldri ekki lengi við á Eiðum heldur komi sem fyrst inn í samfélögin okkur hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónína segir að sveitarstjórnarfólk sé mjög stolt af móttöku flóttamannanna á Eiðum. „Við erum bara vongóð um það að þau komist hér inn í samfélagið. Auðvitað eru áskoranir, sem fylgja þessu. Það er mikilvægt að við höldum vel utan um þá sem koma og að við tökum ekki að okkur allt of marga, sem sum sveitarfélög hafa verið að lenda í. Við viljum að þau aðlagist samfélaginu, það er verkefni, það er ekki nóg að þau fái atvinnu, það þarf að fylgja þeim eftir víðs vegar. Það þarf að koma þeim á tungumálanámskeið og annað og það er bara verkefni, sem við stöndum frammi fyrir núna og erum að vinna í.“ Og þið eruð tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum eða? „Já, já, við treystum okkur til að taka á móti fleirum en við setjum þann fyrirvara á að við viljum gera það vel og þá þýðir það að við tökum ekki allt of marga og ekki allt of geyst.“ Flóttamennirnir eru smátt og smátt að aðlaga sig að samfélaginu á Austurlandi, til dæmis í Múlaþingi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóttafólk á Íslandi Múlaþing Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira