Fjölmenningarhátíð á Hvolsvelli í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2022 12:21 Hátíðin fer fram í Hvolnum á Hvolsvelli í dag frá klukkan 14:00 til 16:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verður haldin fjölmenningarhátíð í félagsheimilinu Hvolnum þar sem íbúar frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal kynna menningu sína fyrir öðrum íbúum í gegnum söng, dans og matarsmakk . Einnig munu íslensk ungmenni kynna sína menningu, siði og hefðir fyrir gestum og bjóða upp á hangikjöt og lifrarpylsu. Í Rangárþingi eystra býr hópur fólks af erlendum uppruna frá ýmsum löndum. Af þeirri ástæðu var ákveðið að efna til fjölmenningarhátíðar í dag frá tvö til fjögur í Hvolnum. Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins er eina af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er hátíð, sem að spratt upp af grasrótinni hérna því við erum svo vel í sveit sett að það búa heilmörg þjóðbrot, eða fólk af erlendu bergi brotnu og það var fólk hérna frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal, sem tók sig saman og vildi endilega fá að kynna sína menningu fyrir íslenskum íbúum, sem og öðrum íbúum og á móti ætla íslenska ungmenni að kynna okkar íslenska hefðir fyrir erlenda fólkinu okkar,” segir Árný Lára. Þetta hljómar mjög spennandi og skemmtilegt hjá ykkur eða hvað? „Já, þetta verður alveg frábært. Það verða bæði söngatriði, smá ávörp og svo að sjálfsögðu verður hægt að smakka eitthvað góðgæti og einmitt frá okkur hérna, SS ætlar að gefa hangikjöt og lifrapylsu og eitthvað ægilega þjóðlegt. Svo ætla náttúrulega fólkið, sem er að halda þetta frá þessum löndum eitthvað ægilega gott góðmeti frá sér, þannig að ég hlakka mikið til að mæta.” Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á hátíðinni.Aðsend Árný Lára segist ekki vera alveg viss hvað mörg þjóðerni búi í Rangárþingi eystra en að þau séu mjög mörg. „Ég á son hér í öðrum bekk og þar eru 19 krakkar og þar eru 7 þjóðerni. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil fjölmenning hérna hjá okkur.” Árný Lára segir alla velkomna í Hvolinn í dag frá tvö til fjögur. „Og bara allir að mætta, það er ekki langt til okkar frá Reykjavík til dæmis.” Rangárþing eystra Menning Innflytjendamál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Í Rangárþingi eystra býr hópur fólks af erlendum uppruna frá ýmsum löndum. Af þeirri ástæðu var ákveðið að efna til fjölmenningarhátíðar í dag frá tvö til fjögur í Hvolnum. Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins er eina af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er hátíð, sem að spratt upp af grasrótinni hérna því við erum svo vel í sveit sett að það búa heilmörg þjóðbrot, eða fólk af erlendu bergi brotnu og það var fólk hérna frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal, sem tók sig saman og vildi endilega fá að kynna sína menningu fyrir íslenskum íbúum, sem og öðrum íbúum og á móti ætla íslenska ungmenni að kynna okkar íslenska hefðir fyrir erlenda fólkinu okkar,” segir Árný Lára. Þetta hljómar mjög spennandi og skemmtilegt hjá ykkur eða hvað? „Já, þetta verður alveg frábært. Það verða bæði söngatriði, smá ávörp og svo að sjálfsögðu verður hægt að smakka eitthvað góðgæti og einmitt frá okkur hérna, SS ætlar að gefa hangikjöt og lifrapylsu og eitthvað ægilega þjóðlegt. Svo ætla náttúrulega fólkið, sem er að halda þetta frá þessum löndum eitthvað ægilega gott góðmeti frá sér, þannig að ég hlakka mikið til að mæta.” Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á hátíðinni.Aðsend Árný Lára segist ekki vera alveg viss hvað mörg þjóðerni búi í Rangárþingi eystra en að þau séu mjög mörg. „Ég á son hér í öðrum bekk og þar eru 19 krakkar og þar eru 7 þjóðerni. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil fjölmenning hérna hjá okkur.” Árný Lára segir alla velkomna í Hvolinn í dag frá tvö til fjögur. „Og bara allir að mætta, það er ekki langt til okkar frá Reykjavík til dæmis.”
Rangárþing eystra Menning Innflytjendamál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira