Vonast til að komast aftur heim til Rússlands Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. nóvember 2022 11:01 Olga, Masha, Diana og Taso úr hljómsveitinni Pussy Riot. Vísri/Ívar Rússneska pönksveitin Pussy Riot hélt í gær sýningu í Þjóðleikhúsinu. Þessa sýningu flokkuðu þær sem tónleika, gjörningalist og pólitískan viðburð. Sýningin var hluti af sýningarferð sem þær fara nú um Evrópu. Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, sagði það heiður að fá Pussy Riot í Þjóðleikhúsið. Þær væru með merkustu listamönnum samtímans og þær hefðu gefið allt fyrir listina. Það hefði verið sagt að þeirra gjörningar væru með merkustu pólitísku viðburðum í heiminum. Masha, Taso, Olga og Diana ræddu við Stöð 2 í gærkvöldi og sögðu þær meðal annars frá yfirlitssýningu sem stendur yfir í Kling & Bang á Granda þar sem farið er yfir feril hljómsveitarinnar. Þær sögðu sýninguna fanga sögu Pussy Riot, allt frá því þær héldu fyrsta gjörning þeirra á Rauða torginu þar til Masha slapp úr fangelsi í Rússlandi, eftir að hún sat þar inni í tvö ár. Sýningin inniheldur meðal annars myndbönd frá gjörningum þeirra og lög hljómsveitarinnar. Þær sögðu einnig að ástandið í Rússlandi hefði aldrei verið verra en nú, á lífstíð þeirra, og það versnaði sífellt meira. Meðlimir hljómsveitarinnar segjast standa með Úkraínu vegna innrásar Rússa og segja að allir peningar sem safnist með sýningarferðinni um Evrópu muni fara til barnasjúkrahúss í Kænugarði. Þær flúðu Rússland þegar innrásin hófst en segjast vonast til þess að geta snúið aftur. Rússland sé heimaríki þeirra. Þær vita ekki hvenær þær munu geta snúið aftur heim, en eru vissar um að það muni gerast. Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslandsvinir Leikhús Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, sagði það heiður að fá Pussy Riot í Þjóðleikhúsið. Þær væru með merkustu listamönnum samtímans og þær hefðu gefið allt fyrir listina. Það hefði verið sagt að þeirra gjörningar væru með merkustu pólitísku viðburðum í heiminum. Masha, Taso, Olga og Diana ræddu við Stöð 2 í gærkvöldi og sögðu þær meðal annars frá yfirlitssýningu sem stendur yfir í Kling & Bang á Granda þar sem farið er yfir feril hljómsveitarinnar. Þær sögðu sýninguna fanga sögu Pussy Riot, allt frá því þær héldu fyrsta gjörning þeirra á Rauða torginu þar til Masha slapp úr fangelsi í Rússlandi, eftir að hún sat þar inni í tvö ár. Sýningin inniheldur meðal annars myndbönd frá gjörningum þeirra og lög hljómsveitarinnar. Þær sögðu einnig að ástandið í Rússlandi hefði aldrei verið verra en nú, á lífstíð þeirra, og það versnaði sífellt meira. Meðlimir hljómsveitarinnar segjast standa með Úkraínu vegna innrásar Rússa og segja að allir peningar sem safnist með sýningarferðinni um Evrópu muni fara til barnasjúkrahúss í Kænugarði. Þær flúðu Rússland þegar innrásin hófst en segjast vonast til þess að geta snúið aftur. Rússland sé heimaríki þeirra. Þær vita ekki hvenær þær munu geta snúið aftur heim, en eru vissar um að það muni gerast.
Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslandsvinir Leikhús Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira