346 manns sektaðir vegna nagladekkjanotkunar á síðustu fimm árum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 12:51 Ólöglegt er að vera á nagladekkjum í Reykjavík eftir 15. apríl. vísir/anton brink Á undanförnum fimm árum hafa rúmlega 350 ökumenn verið sektaðir vegna nagladekkjanotkunar hér á landi. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar þingmanns Pírata nú á dögunum. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja, er ekki heimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Fram kemur í svari Jóns að á tímabilinu 2018- 2022 var engin sekt gefin út fyrstu tvær vikur eftir að bann tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út. Veðurskilyrði hafa áhrif Einnig var spurt hvaða lögreglustjóraembætti hafa tilkynnt önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun en kveðið er á um í reglugerð á sama tímabili. Fram kemur að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að sektum verði ekki beitt vegna notkunar á nagladekkjum þar sem veðurskilyrði séu með þeim hætti að þörf sé á að hjólbarðar séu búnir með tilhlýðilegum hætti. Umferðardeild embættisins fylgist með veðurskilyrðum að teknu tilliti til umferðaröryggis og kemur tilkynningum á framfæri þegar við á. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Suðurlandi gefið út tilkynningu um önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun, sbr. tilkynningu embættisins í ár þess efnis að ekki yrði sektað þrátt fyrir að ökumenn væri komnir á nagladekk 13. október 2022. Sérstakar dagsetningar hafa ekki verið skráðar um þessi mörk og veðurfarslegar og landfræðilegar aðstæður hverju sinni ráðið nokkru þar um. Ákvörðunin byggðist á mati yfirmanna lögreglu í umdæminu. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í einhverjum tilvikum sl. ár gefið út tilkynningar þess efnis að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja á tilteknu tímabili fyrir 31. október, þegar slæm akstursskilyrði hafa verið farin að myndast sökum hálku og ófærðar, sem og í ljósi slæmrar veðurspár. Önnur embætti hafa ekki gefið út tilkynningar um önnur tímamörk vegna nagladekkjanotkunar en mælt er fyrir um í lögum og reglum. Nagladekk Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. 24. nóvember 2022 17:42 Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. 11. nóvember 2022 11:58 Þýðing nagladekkjagjalds? Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. 3. nóvember 2022 12:00 Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. 26. október 2022 11:57 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar þingmanns Pírata nú á dögunum. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja, er ekki heimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Fram kemur í svari Jóns að á tímabilinu 2018- 2022 var engin sekt gefin út fyrstu tvær vikur eftir að bann tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út. Veðurskilyrði hafa áhrif Einnig var spurt hvaða lögreglustjóraembætti hafa tilkynnt önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun en kveðið er á um í reglugerð á sama tímabili. Fram kemur að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að sektum verði ekki beitt vegna notkunar á nagladekkjum þar sem veðurskilyrði séu með þeim hætti að þörf sé á að hjólbarðar séu búnir með tilhlýðilegum hætti. Umferðardeild embættisins fylgist með veðurskilyrðum að teknu tilliti til umferðaröryggis og kemur tilkynningum á framfæri þegar við á. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Suðurlandi gefið út tilkynningu um önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun, sbr. tilkynningu embættisins í ár þess efnis að ekki yrði sektað þrátt fyrir að ökumenn væri komnir á nagladekk 13. október 2022. Sérstakar dagsetningar hafa ekki verið skráðar um þessi mörk og veðurfarslegar og landfræðilegar aðstæður hverju sinni ráðið nokkru þar um. Ákvörðunin byggðist á mati yfirmanna lögreglu í umdæminu. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í einhverjum tilvikum sl. ár gefið út tilkynningar þess efnis að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja á tilteknu tímabili fyrir 31. október, þegar slæm akstursskilyrði hafa verið farin að myndast sökum hálku og ófærðar, sem og í ljósi slæmrar veðurspár. Önnur embætti hafa ekki gefið út tilkynningar um önnur tímamörk vegna nagladekkjanotkunar en mælt er fyrir um í lögum og reglum.
Nagladekk Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. 24. nóvember 2022 17:42 Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. 11. nóvember 2022 11:58 Þýðing nagladekkjagjalds? Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. 3. nóvember 2022 12:00 Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. 26. október 2022 11:57 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. 24. nóvember 2022 17:42
Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. 11. nóvember 2022 11:58
Þýðing nagladekkjagjalds? Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. 3. nóvember 2022 12:00
Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. 26. október 2022 11:57