Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Kjaramálin verða í eldlínunni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

VR slitu viðræðum við Samtök Atvinnulífsins í gærkvöldi og í hádegisfréttum verður rætt við Ragnar Þór Ingólfsson formann félagsins. Þá fáum við vonandi viðbrögð við stöðunni frá forystufólki ríkisstjórinnar en það voru meðal annars ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra frá því í gær sem hleyptu illu blóði í Ragnar Þór og félaga.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega. 

Þá tökum við stöðuna á ástandinu fyrir austan en þar óttast menn skriðuföll eftir rigningatíð síðustu daga. 

Einnig fjöllum við um Svartan föstudag og ákall Sopru og Umhverfisstofnunar sem beina því til fólks að ganga hægt um gleðinnar dyr.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.