Lífið

Greta Salóme orðin móðir

Bjarki Sigurðsson skrifar
Greta Salóme Stefánsdóttir og Elvar Þór Karlsson eru orðin foreldrar.
Greta Salóme Stefánsdóttir og Elvar Þór Karlsson eru orðin foreldrar. Instagram

Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir eignaðist í dag sitt fyrsta barn ásamt unnusta sínum, Elvari Þór Karlssyni. 

Greta greinir frá þessum gleðitíðindum á Instagram-síðu sinni. Þar birtir hún mynd af barninu halda um fingur Elvars og skrifar „Þakklát“.

Myndin sem Greta birti á Instagram.

Þau greindu frá óléttunni í september þegar Greta birti mynd af sér óléttri á Instagram. Undir þá mynd skrifaði hún „Leyndarmálið er loksins komið út. Hef verið að vinna í „litlu“ verkefni sem verður frumsýnt eftir um það bil tíu vikur.“

Greta og Elvar kynntust þegar hann þjálfaði hana í líkamsræktarþjálfuninni Boot Camp. Þau trúlofuðu sig síðan í janúar árið 2018.


Tengdar fréttir

Fyrsta barn Gretu Salóme á leiðinni

Tónlistarmaðurinn Greta Salóme Stefánsdóttir á von á sínu fyrsta barni með Elvari Þór Karlssyni, unnusta sínum. Hún er nú komin um 30 vikur á leið.

Greta Salóme trúlofuð

Greta og Elvar hafa verið par í nokkur ár en ástin kviknaði þegar Elvar þjálfaði Gretu í boot-camp.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.