Greta Salóme frumsýnir myndband við lagið Án þín Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. júní 2020 16:29 Söngkonan Greta Salóme frumsýnir á Vísi myndband við lagið Án þín. Skjáskot „Ég elska þetta lag eins og svo margir Íslendingar. Það er einhver mystík og kuldi við það sem ég fíla,“ segir söngkonan Greta Salóme. Hún frumsýnir hér á Vísi myndband sitt við Trúbrot lagið Án þín. „Ég man eftir að hafa heyrt þetta heima í æsku. Mamma hlustaði svolítið á þetta og svo er þetta eitt af þessum lögum sem við þekkjum flest og situr í okkur. Ég er lengi búin að ganga með þessa hugmynd í kollinum að gera eitthvað alveg nýtt og öðruvísi við þetta lag og ég kláraði þessa útgáfu fyrir einu og hálfu ári síðan og er eiginlega bara búin að sitja á þessu,“ útskýrir Greta Salome. „Mér fannst textinn hans Þorsteins Eggertssonar eitthvað svo sérstaklega viðeigandi núna þegar við erum hálfein í heiminum hérna á þessari eyju. Það að syngja um að vera án einhvers á helstu ferðamannastöðum Íslands sem voru gjörsamlega tómir var ótrúlega mögnuð upplifun. Ég hef alltaf elskað trúbrot. Þetta er eitthvað sem mamma hlustaði svolítið á þegar ég var lítil og ótrúlegir snillingar sem voru í þessari hljómsveit. Ég hef alltaf dýrkað röddina hennar Shady Owens.“ Greta Salome syngur sjálf allar raddirnar inn fyrir myndbandið. „Við tókum myndbandið upp í byrjun maí á Suðurlandinu á öllum helstu túristastöðunum. Það var eitthvað svo ótrúlega magnað og skrýtið að vera þar sem yfirleitt er troðið af ferðamönnum og það var bókstaflega ekki ein manneskja þar. Upplifun sem ég á aldrei eftir að gleyma. Ég var svo heppin að fá að vinna með eintómum snillingum að myndbandinu. Þau heita Guðjón Hermannsson betur þekktur sem Gaui H og Marita Joensen. Þau komu með svo skemmtilegar hugmyndir og voru svo ótrúlega jákvæð og frábær. Þau eru svona fólk sem breyta öllu í gull í kringum sig. Sá sem pródúseraði lagið heitir Emil Lei og er danskur pródúsent. Við höfum unnið mikið saman frá árinu 2017 og hann er núna að verða einn eftirsóttasti pródúsent Danmörku. Hann er alveg ótrúlega flottur í því sem hann gerir og kemur alltaf með skemmtilegar og öðruvísi nálganir.“ Hægt er að horfa á myndbandið við lagið Án þín í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Greta Salóme - Án þín Hundurinn Moli átti stjörnuleik í þessu myndbandi og segir Greta Salóme að hann hafi verið algjörlega geggjaður í tökum. „Eigendurnir fá sérstakt hrós fyrir að lána okkur Mola í þetta myndband. Ég er að spá Grímu-tilnefningu á hann fyrir næsta ár.“ Greta Salóme segir að hlutirnir séu nú hægt og rólega að fara af stað aftur eftir ansi langt stopp vegna Covid og samkomubanns. „Þetta ástand hefur heldur betur breytt heimsmyndinni en ég segi fyrir mitt leiti að ég hafði gott af þessu stoppi. Ég hef verið að spila svo mikið úti síðustu ár og verið að fljúga endalaust á milli staða með tónleika og svo verið á fullu hérna heima þannig að þetta eru búin að bera mikil viðbrigði. Ég verð að spila mikið heima í sumar og er að vinna í alls konar nýju efni og verkefnum. Svo eins og staðan er núna þá standa samningar fyrir tónleikaferðir úti frá og með haustinu en það verður að koma í ljós.“ Tónlist Tengdar fréttir Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ 7. apríl 2020 20:20 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Ég elska þetta lag eins og svo margir Íslendingar. Það er einhver mystík og kuldi við það sem ég fíla,“ segir söngkonan Greta Salóme. Hún frumsýnir hér á Vísi myndband sitt við Trúbrot lagið Án þín. „Ég man eftir að hafa heyrt þetta heima í æsku. Mamma hlustaði svolítið á þetta og svo er þetta eitt af þessum lögum sem við þekkjum flest og situr í okkur. Ég er lengi búin að ganga með þessa hugmynd í kollinum að gera eitthvað alveg nýtt og öðruvísi við þetta lag og ég kláraði þessa útgáfu fyrir einu og hálfu ári síðan og er eiginlega bara búin að sitja á þessu,“ útskýrir Greta Salome. „Mér fannst textinn hans Þorsteins Eggertssonar eitthvað svo sérstaklega viðeigandi núna þegar við erum hálfein í heiminum hérna á þessari eyju. Það að syngja um að vera án einhvers á helstu ferðamannastöðum Íslands sem voru gjörsamlega tómir var ótrúlega mögnuð upplifun. Ég hef alltaf elskað trúbrot. Þetta er eitthvað sem mamma hlustaði svolítið á þegar ég var lítil og ótrúlegir snillingar sem voru í þessari hljómsveit. Ég hef alltaf dýrkað röddina hennar Shady Owens.“ Greta Salome syngur sjálf allar raddirnar inn fyrir myndbandið. „Við tókum myndbandið upp í byrjun maí á Suðurlandinu á öllum helstu túristastöðunum. Það var eitthvað svo ótrúlega magnað og skrýtið að vera þar sem yfirleitt er troðið af ferðamönnum og það var bókstaflega ekki ein manneskja þar. Upplifun sem ég á aldrei eftir að gleyma. Ég var svo heppin að fá að vinna með eintómum snillingum að myndbandinu. Þau heita Guðjón Hermannsson betur þekktur sem Gaui H og Marita Joensen. Þau komu með svo skemmtilegar hugmyndir og voru svo ótrúlega jákvæð og frábær. Þau eru svona fólk sem breyta öllu í gull í kringum sig. Sá sem pródúseraði lagið heitir Emil Lei og er danskur pródúsent. Við höfum unnið mikið saman frá árinu 2017 og hann er núna að verða einn eftirsóttasti pródúsent Danmörku. Hann er alveg ótrúlega flottur í því sem hann gerir og kemur alltaf með skemmtilegar og öðruvísi nálganir.“ Hægt er að horfa á myndbandið við lagið Án þín í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Greta Salóme - Án þín Hundurinn Moli átti stjörnuleik í þessu myndbandi og segir Greta Salóme að hann hafi verið algjörlega geggjaður í tökum. „Eigendurnir fá sérstakt hrós fyrir að lána okkur Mola í þetta myndband. Ég er að spá Grímu-tilnefningu á hann fyrir næsta ár.“ Greta Salóme segir að hlutirnir séu nú hægt og rólega að fara af stað aftur eftir ansi langt stopp vegna Covid og samkomubanns. „Þetta ástand hefur heldur betur breytt heimsmyndinni en ég segi fyrir mitt leiti að ég hafði gott af þessu stoppi. Ég hef verið að spila svo mikið úti síðustu ár og verið að fljúga endalaust á milli staða með tónleika og svo verið á fullu hérna heima þannig að þetta eru búin að bera mikil viðbrigði. Ég verð að spila mikið heima í sumar og er að vinna í alls konar nýju efni og verkefnum. Svo eins og staðan er núna þá standa samningar fyrir tónleikaferðir úti frá og með haustinu en það verður að koma í ljós.“
Tónlist Tengdar fréttir Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ 7. apríl 2020 20:20 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ 7. apríl 2020 20:20