„Leyndarmálið er loksins opinbert. Hef verið að vinna að „smá“ verki sem verður frumsýnt eftir um tíu vikur,“ skrifar Gréta Salóme á Instagram þar sem hún greinir frá gleðitíðindunum.
Greta og Elvar trúlofuðust árið 2018 og fluttu nýverið í einbýlishús í Mosfellsbæ.
Greta, sem m.a. hefur leikið á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hefur tvisvar verið fulltrúi Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, árin 2012 og 2016 og fylgdi Elvar unnustu sinni út í bæði skiptin.