Innlent

Hall­dór Benja­mín: Leið­sögn for­sætis­ráð­herra reynst vel á undan­förnum árum

Atli Ísleifsson skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtalka atvinnulífsins, á tröppum Stjórnarráðshússins í morgun.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtalka atvinnulífsins, á tröppum Stjórnarráðshússins í morgun. Vísir/Vilhelm

„Ég fékk bara fundarboð, ég hafði ekki hugmynd af þessum fundi, mæti hér og hlýði á skilaboð forsætisráðherra.“

Þetta sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á tröppum Stjórnarráðshússins þegar hann mætti til fundar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan 9:30 í morgun. Katrín hafði þar boðað samningsaðila í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til fundar.

Halldór Benjamín sagði að það blasi við öllum að undirtónninn í þessum viðræðum sé mjög þungur og ákvörðun peningastefnunefndar að hækka stýrivexti hafi flækt viðræðurnar verulega.

„Ég er bara kominn hingað til að hlusta á forsætisráðherra og svo metum við stöðuna í beinu framhaldi.“

Boltinn er hjá okkur

Halldór Benjamín segist ekki útiloka að nauðsyn sé á aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðunum. „Hins vegar er ljóst að við þurfum að halda áfram í þessum viðræðum. Boltinn er hjá okkur.“

Halldór Benjamín var spurður að því hvort hann eigi von á að stjórnvöld muni eitthvað gefa í skyn á fundinum um mögulega aðkomu stjórnvalda. „Mér hefur reynst gott að hlusta á forsætisráðherra. Leiðsögn hennar hefur reynst vel á undanförnum árum. Ég læt þar við sitja,“ segir Halldór Benjamín.

Klippa: Útilokar ekki aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðum

Tengdar fréttir

„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.