Keane vonsvikinn með Kane og Bale: „Hefðu getað sent frábær skilaboð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 14:30 FIFA leyfir fyrirliðabönd þar sem mismunun er mótmælt. Samt mega fyrirliðar liðanna á HM ekki styðja réttindabaráttu hinsegin fólks. getty/Visionhaus Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, varð fyrir vonbrigðum með að fyrirliðar Englands og Wales hafi ekki verið með „OneLove“ fyrirliðabandið í leikjum liðanna á HM í Katar í gær. Fyrirliðar nokkurra liða á HM ætluðu að vera með „OneLove“ fyrirliðaband í leikjum sínum á HM, til stuðnings hinsegin fólks. FIFA hótaði þessum liðum sektum og svo að þeir sem væru með þetta band fengju gult spjald í upphafi leiks. Í sameiginlegri tilkynningu frá Englandi, Wales, Hollands, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Sviss kom fram að knattspyrnusamböndin væru tilbúin að borga sekt en ekki væri hægt að setja leikmenn í þá stöðu að fá gul spjöld fyrir að vera með „OneLove“ bandið. Keane er sérfræðingur iTV um HM. Hann hefði viljað sjá Harry Kane og Gareth Bale, fyrirliða Englands og Wales, vera með „OneLove“ bandið og senda þar með skýr skilaboð. „Ég held að leikmennirnir hefðu getað gert það fyrir fyrsta leikinn og taka refsinguna, sem hver hún var, á sig. Kane hefði vissulega hætt á að fá gult spjald en það hefði verið frábær yfirlýsing,“ sagði Keane. „Gerðu þetta fyrir fyrsta leikinn og fáðu gula spjaldið. Þvílík skilaboð sem þú hefðir sent með því. Taktu refsingunni og haltu áfram í næsta leik. Ekki vera með það þá því þá áttu á hættu að fara í leikbann en ég held að þetta hafi verið stór mistök því Wales og England hefðu átt að standa í lappirnar og gera þetta. Burtséð frá pressu utan frá og frá knattspyrnusamböndunum, ef þetta er það sem þú trúir á sýndu það í verki.“ "That would have been a great statement!" Roy Keane believes the England squad should have worn the One Love armband and taken any punishment that came their way... @markpougatch #ITVFootball | #FIFAWorldCup pic.twitter.com/P5TNTaq5v2— ITV Football (@itvfootball) November 21, 2022 Bale skoraði jöfnunarmark Wales í leiknum gegn Bandaríkjunum sem endaði 1-1. England vann Íran, 6-2, þar sem Kane lagði upp tvö mörk. Næstu leikir beggja liða í B-riðli eru á föstudaginn. HM 2022 í Katar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Fyrirliðar nokkurra liða á HM ætluðu að vera með „OneLove“ fyrirliðaband í leikjum sínum á HM, til stuðnings hinsegin fólks. FIFA hótaði þessum liðum sektum og svo að þeir sem væru með þetta band fengju gult spjald í upphafi leiks. Í sameiginlegri tilkynningu frá Englandi, Wales, Hollands, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Sviss kom fram að knattspyrnusamböndin væru tilbúin að borga sekt en ekki væri hægt að setja leikmenn í þá stöðu að fá gul spjöld fyrir að vera með „OneLove“ bandið. Keane er sérfræðingur iTV um HM. Hann hefði viljað sjá Harry Kane og Gareth Bale, fyrirliða Englands og Wales, vera með „OneLove“ bandið og senda þar með skýr skilaboð. „Ég held að leikmennirnir hefðu getað gert það fyrir fyrsta leikinn og taka refsinguna, sem hver hún var, á sig. Kane hefði vissulega hætt á að fá gult spjald en það hefði verið frábær yfirlýsing,“ sagði Keane. „Gerðu þetta fyrir fyrsta leikinn og fáðu gula spjaldið. Þvílík skilaboð sem þú hefðir sent með því. Taktu refsingunni og haltu áfram í næsta leik. Ekki vera með það þá því þá áttu á hættu að fara í leikbann en ég held að þetta hafi verið stór mistök því Wales og England hefðu átt að standa í lappirnar og gera þetta. Burtséð frá pressu utan frá og frá knattspyrnusamböndunum, ef þetta er það sem þú trúir á sýndu það í verki.“ "That would have been a great statement!" Roy Keane believes the England squad should have worn the One Love armband and taken any punishment that came their way... @markpougatch #ITVFootball | #FIFAWorldCup pic.twitter.com/P5TNTaq5v2— ITV Football (@itvfootball) November 21, 2022 Bale skoraði jöfnunarmark Wales í leiknum gegn Bandaríkjunum sem endaði 1-1. England vann Íran, 6-2, þar sem Kane lagði upp tvö mörk. Næstu leikir beggja liða í B-riðli eru á föstudaginn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn