Keane vonsvikinn með Kane og Bale: „Hefðu getað sent frábær skilaboð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 14:30 FIFA leyfir fyrirliðabönd þar sem mismunun er mótmælt. Samt mega fyrirliðar liðanna á HM ekki styðja réttindabaráttu hinsegin fólks. getty/Visionhaus Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, varð fyrir vonbrigðum með að fyrirliðar Englands og Wales hafi ekki verið með „OneLove“ fyrirliðabandið í leikjum liðanna á HM í Katar í gær. Fyrirliðar nokkurra liða á HM ætluðu að vera með „OneLove“ fyrirliðaband í leikjum sínum á HM, til stuðnings hinsegin fólks. FIFA hótaði þessum liðum sektum og svo að þeir sem væru með þetta band fengju gult spjald í upphafi leiks. Í sameiginlegri tilkynningu frá Englandi, Wales, Hollands, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Sviss kom fram að knattspyrnusamböndin væru tilbúin að borga sekt en ekki væri hægt að setja leikmenn í þá stöðu að fá gul spjöld fyrir að vera með „OneLove“ bandið. Keane er sérfræðingur iTV um HM. Hann hefði viljað sjá Harry Kane og Gareth Bale, fyrirliða Englands og Wales, vera með „OneLove“ bandið og senda þar með skýr skilaboð. „Ég held að leikmennirnir hefðu getað gert það fyrir fyrsta leikinn og taka refsinguna, sem hver hún var, á sig. Kane hefði vissulega hætt á að fá gult spjald en það hefði verið frábær yfirlýsing,“ sagði Keane. „Gerðu þetta fyrir fyrsta leikinn og fáðu gula spjaldið. Þvílík skilaboð sem þú hefðir sent með því. Taktu refsingunni og haltu áfram í næsta leik. Ekki vera með það þá því þá áttu á hættu að fara í leikbann en ég held að þetta hafi verið stór mistök því Wales og England hefðu átt að standa í lappirnar og gera þetta. Burtséð frá pressu utan frá og frá knattspyrnusamböndunum, ef þetta er það sem þú trúir á sýndu það í verki.“ "That would have been a great statement!" Roy Keane believes the England squad should have worn the One Love armband and taken any punishment that came their way... @markpougatch #ITVFootball | #FIFAWorldCup pic.twitter.com/P5TNTaq5v2— ITV Football (@itvfootball) November 21, 2022 Bale skoraði jöfnunarmark Wales í leiknum gegn Bandaríkjunum sem endaði 1-1. England vann Íran, 6-2, þar sem Kane lagði upp tvö mörk. Næstu leikir beggja liða í B-riðli eru á föstudaginn. HM 2022 í Katar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Fyrirliðar nokkurra liða á HM ætluðu að vera með „OneLove“ fyrirliðaband í leikjum sínum á HM, til stuðnings hinsegin fólks. FIFA hótaði þessum liðum sektum og svo að þeir sem væru með þetta band fengju gult spjald í upphafi leiks. Í sameiginlegri tilkynningu frá Englandi, Wales, Hollands, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Sviss kom fram að knattspyrnusamböndin væru tilbúin að borga sekt en ekki væri hægt að setja leikmenn í þá stöðu að fá gul spjöld fyrir að vera með „OneLove“ bandið. Keane er sérfræðingur iTV um HM. Hann hefði viljað sjá Harry Kane og Gareth Bale, fyrirliða Englands og Wales, vera með „OneLove“ bandið og senda þar með skýr skilaboð. „Ég held að leikmennirnir hefðu getað gert það fyrir fyrsta leikinn og taka refsinguna, sem hver hún var, á sig. Kane hefði vissulega hætt á að fá gult spjald en það hefði verið frábær yfirlýsing,“ sagði Keane. „Gerðu þetta fyrir fyrsta leikinn og fáðu gula spjaldið. Þvílík skilaboð sem þú hefðir sent með því. Taktu refsingunni og haltu áfram í næsta leik. Ekki vera með það þá því þá áttu á hættu að fara í leikbann en ég held að þetta hafi verið stór mistök því Wales og England hefðu átt að standa í lappirnar og gera þetta. Burtséð frá pressu utan frá og frá knattspyrnusamböndunum, ef þetta er það sem þú trúir á sýndu það í verki.“ "That would have been a great statement!" Roy Keane believes the England squad should have worn the One Love armband and taken any punishment that came their way... @markpougatch #ITVFootball | #FIFAWorldCup pic.twitter.com/P5TNTaq5v2— ITV Football (@itvfootball) November 21, 2022 Bale skoraði jöfnunarmark Wales í leiknum gegn Bandaríkjunum sem endaði 1-1. England vann Íran, 6-2, þar sem Kane lagði upp tvö mörk. Næstu leikir beggja liða í B-riðli eru á föstudaginn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira