Keane vonsvikinn með Kane og Bale: „Hefðu getað sent frábær skilaboð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 14:30 FIFA leyfir fyrirliðabönd þar sem mismunun er mótmælt. Samt mega fyrirliðar liðanna á HM ekki styðja réttindabaráttu hinsegin fólks. getty/Visionhaus Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, varð fyrir vonbrigðum með að fyrirliðar Englands og Wales hafi ekki verið með „OneLove“ fyrirliðabandið í leikjum liðanna á HM í Katar í gær. Fyrirliðar nokkurra liða á HM ætluðu að vera með „OneLove“ fyrirliðaband í leikjum sínum á HM, til stuðnings hinsegin fólks. FIFA hótaði þessum liðum sektum og svo að þeir sem væru með þetta band fengju gult spjald í upphafi leiks. Í sameiginlegri tilkynningu frá Englandi, Wales, Hollands, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Sviss kom fram að knattspyrnusamböndin væru tilbúin að borga sekt en ekki væri hægt að setja leikmenn í þá stöðu að fá gul spjöld fyrir að vera með „OneLove“ bandið. Keane er sérfræðingur iTV um HM. Hann hefði viljað sjá Harry Kane og Gareth Bale, fyrirliða Englands og Wales, vera með „OneLove“ bandið og senda þar með skýr skilaboð. „Ég held að leikmennirnir hefðu getað gert það fyrir fyrsta leikinn og taka refsinguna, sem hver hún var, á sig. Kane hefði vissulega hætt á að fá gult spjald en það hefði verið frábær yfirlýsing,“ sagði Keane. „Gerðu þetta fyrir fyrsta leikinn og fáðu gula spjaldið. Þvílík skilaboð sem þú hefðir sent með því. Taktu refsingunni og haltu áfram í næsta leik. Ekki vera með það þá því þá áttu á hættu að fara í leikbann en ég held að þetta hafi verið stór mistök því Wales og England hefðu átt að standa í lappirnar og gera þetta. Burtséð frá pressu utan frá og frá knattspyrnusamböndunum, ef þetta er það sem þú trúir á sýndu það í verki.“ "That would have been a great statement!" Roy Keane believes the England squad should have worn the One Love armband and taken any punishment that came their way... @markpougatch #ITVFootball | #FIFAWorldCup pic.twitter.com/P5TNTaq5v2— ITV Football (@itvfootball) November 21, 2022 Bale skoraði jöfnunarmark Wales í leiknum gegn Bandaríkjunum sem endaði 1-1. England vann Íran, 6-2, þar sem Kane lagði upp tvö mörk. Næstu leikir beggja liða í B-riðli eru á föstudaginn. HM 2022 í Katar Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Fyrirliðar nokkurra liða á HM ætluðu að vera með „OneLove“ fyrirliðaband í leikjum sínum á HM, til stuðnings hinsegin fólks. FIFA hótaði þessum liðum sektum og svo að þeir sem væru með þetta band fengju gult spjald í upphafi leiks. Í sameiginlegri tilkynningu frá Englandi, Wales, Hollands, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Sviss kom fram að knattspyrnusamböndin væru tilbúin að borga sekt en ekki væri hægt að setja leikmenn í þá stöðu að fá gul spjöld fyrir að vera með „OneLove“ bandið. Keane er sérfræðingur iTV um HM. Hann hefði viljað sjá Harry Kane og Gareth Bale, fyrirliða Englands og Wales, vera með „OneLove“ bandið og senda þar með skýr skilaboð. „Ég held að leikmennirnir hefðu getað gert það fyrir fyrsta leikinn og taka refsinguna, sem hver hún var, á sig. Kane hefði vissulega hætt á að fá gult spjald en það hefði verið frábær yfirlýsing,“ sagði Keane. „Gerðu þetta fyrir fyrsta leikinn og fáðu gula spjaldið. Þvílík skilaboð sem þú hefðir sent með því. Taktu refsingunni og haltu áfram í næsta leik. Ekki vera með það þá því þá áttu á hættu að fara í leikbann en ég held að þetta hafi verið stór mistök því Wales og England hefðu átt að standa í lappirnar og gera þetta. Burtséð frá pressu utan frá og frá knattspyrnusamböndunum, ef þetta er það sem þú trúir á sýndu það í verki.“ "That would have been a great statement!" Roy Keane believes the England squad should have worn the One Love armband and taken any punishment that came their way... @markpougatch #ITVFootball | #FIFAWorldCup pic.twitter.com/P5TNTaq5v2— ITV Football (@itvfootball) November 21, 2022 Bale skoraði jöfnunarmark Wales í leiknum gegn Bandaríkjunum sem endaði 1-1. England vann Íran, 6-2, þar sem Kane lagði upp tvö mörk. Næstu leikir beggja liða í B-riðli eru á föstudaginn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira