Fótbolti

Benzema ekki með á HM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Frá æfingu franska liðsins í dag.
Frá æfingu franska liðsins í dag. vísir/Getty

HM í fótbolta hefst á morgun í Katar með opnunarleik gestgjafanna í Katar og Ekvador. Handhafi Gullboltans 2022 mun ekki taka þátt í mótinu vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu í Katar í dag.

Ríkjandi heimsmeistarar Frakka mæta laskaðir til leiks og í dag reið enn eitt áfallið yfir þegar ein helsta stórstjarna liðsins fór meiddur af æfingu.

Samkvæmt frönskum fjölmiðlum þurfti Karim Benzema, handhafi Gullboltans, að yfirgefa æfingu liðsins á Jassim bin Hammad leikvangnum vegna meiðsla en hann hefur verið að vinna sig til baka úr meiðslum undanfarnar vikur

Frakkland hefur leik á þriðjudag þegar liðið mætir Ástralíu en liðið er án lykilmanna frá árinu 2018 þar sem miðjumennirnir N´Golo Kante og Paul Pogba eru báðir meiddir.

Tíðindin af meiðslum hafa nú verið staðfest og mun Benzema ekki taka þátt á mótinu.

Hinn 34 ára gamli Benzema var ekki hluti af landsliðshópi Frakklands á HM 2018 en hann lék ekki fyrir franska landsliðið um sex ára skeið.

Þrátt fyrir það hefur þessi magnaði sóknarmaður spilað 97 landsleiki fyrir Frakka og skorað 37 mörk en hann hefur verið algjör lykilmaður í liðinu síðan hann sneri til baka og hóf að leika aftur með liðinu sumarið 2021.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×