Lífið

Harry Styles og Olivia Wilde segja það gott í bili

Bjarki Sigurðsson skrifar
Harry Styles og Olivia Wilde í mars á þessu ári.
Harry Styles og Olivia Wilde í mars á þessu ári. Getty/Neil Mockford

Leikarinn og söngvarinn Harry Styles og leikkonan og leikstjórinn Olivia Wilde hafa ákveðið að gera hlé á sambandi sínu. Parið hefur verið saman síðan í janúar á síðasta ári. 

People greinir frá þessu. Þar er vitnað í nafnlausar heimildir sem segja að þau bæði séu einfaldlega of upptekin til að halda áfram að rækta samband sitt. Styles er á leiðinni á tónleikaferðalag um heiminn á meðan Wilde ætlar að verða eftir í Los Angeles með börnum sínum tveimur. 

Það vakti mikla athygli þegar parið byrjaði að hittast í janúar. Þau höfðu þá verið að vinna saman að kvikmyndinni Don't Worry Darling í nokkurn tíma. Wilde hafði nýlega sagt skilið við eiginmann sinn Jason Sudeikis en þau voru saman í tæp tíu ár. 


Tengdar fréttir

Blása á sögusagnir barnfóstrunnar

Fyrrum parið Olivia Wilde og Jason Sudeikis tók höndum saman og gaf út yfirlýsingu þar sem þau segja fyrrum barnfóstru sína til þriggja ára vera að segja ósatt í viðtali við DailyMail. Olivia og Jason byrjuðu saman árið 2011, eiga saman tvö börn og fóru í sitthvora áttina í nóvember 2020.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.