Styles var boðið í brúðkaup Jeffrey Azoff, umboðsmanns síns, og eiginkonu hans Glenne Christiaansen, sem starfar fyrir Apple Music, um helgina. Aðeins sextán voru viðstaddir við athöfnina vegna kórónuveirufaraldursins en þrátt fyrir það fékk Styles að bjóða Wilde með sér en hann gaf hjónin saman samkvæmt frétt TMZ.
Wilde og Styles vinna saman þessa dagana en hún leikstýrir kvikmyndinni Don‘t Worry Darling, sem er nú í framleiðslu, en Harry fer með hlutverk í myndinni.
Það er ekki langt um liðið frá því að Wilde skildi við leikarann Jason Sudeikis. Leiðir þeirra skildu í nóvember en þau höfðu þá verið trúlofuð í sjö ár og eiga saman tvö börn.