Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 10:51 Árásin átti sér stað á Bankastræti Club í gærkvöldi. vísir/vilhelm Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að þarna hafi verið hátt í tuttugu til tuttugu og fimm manns sem þarna áttu hlut að þessari árás og inngöngu inn á skemmtistaðinn,“ segir Margeir. Þar af hafi um tuttugu farið inn á staðinn. Og þeir voru allir grímuklæddir? „Já, allir sem fóru inn á þennan skemmtistað voru grímuklæddir.“ Hnífaárásir færast í aukana Margeir segir rannsókn málsins á frumstigi. „Og það er ómögulegt að segja hversu marga við náum í í dag eða hvort það verði fleiri handteknir. Við erum bara svona að átta okkur á umfanginu.“ Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í gærkvöldi.aðsend Rannsókn málsins er nú í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en farið var í umfangsmiklar húsleitir og handtökuaðgerðir eftir árásina í gærkvöldi. Við þær aðgerðir vopnaðist lögregla og naut aðstoðar sérsveitarinnar. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að gæta fyllsta öryggis og við erum að fást þarna við menn sem eru að beita þessum vopnum. Hnífar eru stórhættuleg vopn og menn beita þessu óspart orðið, að okkur sýnist. Og við reynum bara að gæta fyllsta öryggis,“ segir Margeir. Óvenju margir í árásinni Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Sérstaklega er til skoðunar hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum en Margeir vill ekki fara nánar úr í það. Árásin hafi að mörgu leyti verið óvenjuleg. „Þetta er náttúrulega ekki nýtt svo sem að við séum að fást við hnífaárásir hérna í miðbænum en að það sé svona mikill fjöldi og það virðist sem þetta sé gert með svona skipulegum hætti – það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á í gær hlutu allir stungusár og voru fluttir á bráðadeild í gær. Enginn þeirra er í lífshættu að sögn Margeirs. Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að þarna hafi verið hátt í tuttugu til tuttugu og fimm manns sem þarna áttu hlut að þessari árás og inngöngu inn á skemmtistaðinn,“ segir Margeir. Þar af hafi um tuttugu farið inn á staðinn. Og þeir voru allir grímuklæddir? „Já, allir sem fóru inn á þennan skemmtistað voru grímuklæddir.“ Hnífaárásir færast í aukana Margeir segir rannsókn málsins á frumstigi. „Og það er ómögulegt að segja hversu marga við náum í í dag eða hvort það verði fleiri handteknir. Við erum bara svona að átta okkur á umfanginu.“ Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í gærkvöldi.aðsend Rannsókn málsins er nú í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en farið var í umfangsmiklar húsleitir og handtökuaðgerðir eftir árásina í gærkvöldi. Við þær aðgerðir vopnaðist lögregla og naut aðstoðar sérsveitarinnar. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að gæta fyllsta öryggis og við erum að fást þarna við menn sem eru að beita þessum vopnum. Hnífar eru stórhættuleg vopn og menn beita þessu óspart orðið, að okkur sýnist. Og við reynum bara að gæta fyllsta öryggis,“ segir Margeir. Óvenju margir í árásinni Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Sérstaklega er til skoðunar hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum en Margeir vill ekki fara nánar úr í það. Árásin hafi að mörgu leyti verið óvenjuleg. „Þetta er náttúrulega ekki nýtt svo sem að við séum að fást við hnífaárásir hérna í miðbænum en að það sé svona mikill fjöldi og það virðist sem þetta sé gert með svona skipulegum hætti – það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á í gær hlutu allir stungusár og voru fluttir á bráðadeild í gær. Enginn þeirra er í lífshættu að sögn Margeirs.
Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira