Erlent

Repúblikanar taldir öruggir með meirihluta í fulltrúadeildinni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nú þykir ljóst að Repúblikanar nái yfirhöndinni í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Nú þykir ljóst að Repúblikanar nái yfirhöndinni í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. AP Photo/J. Scott Applewhite

Nú þykir orðið ljóst að Repúblikanaflokkurinn muni fara með völdin í fulltrúadeildinni á Bandaríkjaþingi.

Spá CBS sjónvarpsstöðvarinnar er nú á þá leið að flokkurinn fái 218 til 223 sæti, en fyrri talan er það lágmark sem flokkurinn þurfti til að ná meirihlutanum úr höndum Demókrata. Enn á þó eftir að staðfesta úrslit á nokkrum stöðum en litlar sem engar líkur eru taldar á því að það breyti því að Repúblikanar fari með meirihlutann.

Sá meirihluti verður þó afar naumur og þeim tókst ekki að ná völdum í öldungadeildinni. Kevin McCarthy, sem tilnefndur var af þingmönnum til að verða leiðtogi Repúblikana í þinginu, fagnar sigrinum á Twitter þar sem hann segir Bandaríkjamenn vera tilbúna til að fara í nýja átt á næstu árum.

Repúblikanar munu nú geta gert Joe Biden forseta mun erfiðara um vik að koma mörgum málum í gegn en ósigur þeirra í öldungadeildinni þýðir þó að völd forsetans og Demókrata eru meiri en þau hefðu getað orðið ef spár um úrslit kosninganna hefðu ræst.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×