„Takk fyrir að standa með mér í gegnum þetta allt“ Elísabet Hanna skrifar 16. nóvember 2022 17:31 Leikkonan Christina Applegate tók á móti stjörnunni sinni í fyrradag. Getty/Phillip Faraone Leikkonan Christina Applegate hefur hlotið stjörnu á hinni frægu götu Hollywood Walk og Fame. Á síðasta ári greindist hún með MS sjúkdóminn og minntist á hann í tilfinningaþrunginni ræðu við athöfnina. Þetta er í fyrsta skipti sem leikkonan kemur fram opinberlega eftir að hún greindi frá sjúkdómnum. „Þetta er í fyrsta skipti sem einhver sér mig eins og ég er í dag. Ég er búin að bæta á mig rúmum átján kílóum, ég get ekki gengið án stafs. Ég vil að fólk viti að ég er mjög meðvituð um þetta allt,“ sagði hún í viðtali við The New York Times fyrir athöfnina. Þakkaði dóttur sinni Á stóra deginum hélt hún fallega ræðu þar sem hún sagði æskudraum sinn vera að rætast við það að fá stjörnuna á göngugötuna frægu. Hún þakkaði öllu fólkinu í kringum sig sem hún segir vera fjölskylduna sína. Hún er líklega þekktust fyrir hlutverk sín í: Married … With Children, Friends, Anchorman, The Sweetest Thing, Dead to me og Bad moms. „Takk fyrir að standa með mér í gegnum þetta allt,“ sagði hún einnig í ræðunni til dóttur sinnar. „Vel á minnst þá er ég með sjúkdóm,“ bætti hún síðan við glettin. „Tókuð þið eftir því? ég er ekki einu sinni í skóm. Hvað um það, þið áttuð að hlæja,“ sagði hún einnig á meðan gestir hlógu. Ræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan: Mögulega síðasta hlutverkið Þó að leikkonan hafi talað um sjúkdóminn á léttu nótunum í ræðunni í fyrradag hefur hún áður opnað sig um það hversu erfitt það hafi verið að reyna að sætta sig við greininguna. Hún segist hafa þurft tíma til þess að syrgja fréttirnar, sem hún fékk í miðjum tökum á síðustu seríu þáttanna Dead to me á Netflix. Christina segist hafa fengið gott svigrúm til þess að passa upp á sjálfa sig og ákveða næstu skref. Í viðtali við Variety sagði hún að hlutverkið í þáttunum Dead to me sem Jen Harding gæti mögulega verið sitt síðasta vegna heilsunnar. Samkvæmt vef MS-félagsins á Íslandi er MS langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á mýelín, efnið sem myndar slíður utan um taugasíma (taugaþræði) og ræður hraða og virkni taugaboða. Hi friends. A few months ago I was diagnosed with MS. It s been a strange journey. But I have been so supported by people that I know who also have this condition. It s been a tough road. But as we all know, the road keeps going. Unless some asshole blocks it.— christina applegate (@1capplegate) August 10, 2021 Hollywood Heilsa Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hafnaði aðalhlutverkinu í Legally Blonde Christina Applegate hefði getað verið hin ódauðlega Elle Woods. 30. júlí 2015 12:00 Bæði brjóstin í burtu Leikkonan Angelina Jolie vakti mikla athygli þegar hún greindi frá ákvörðun sinni um að láta fjarlægja bæði brjóst sín til að draga úr líkunum á því að fá krabbamein. Hún er ekki eina stjarnan sem hefur gengist undir slíka aðgerð. 18. október 2013 16:00 Ron Burgundy í nýju sýnishorni Skeggprúði fréttamaðurinn snýr aftur í Anchorman 2: The Legend Continues. 19. júní 2013 11:22 Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem leikkonan kemur fram opinberlega eftir að hún greindi frá sjúkdómnum. „Þetta er í fyrsta skipti sem einhver sér mig eins og ég er í dag. Ég er búin að bæta á mig rúmum átján kílóum, ég get ekki gengið án stafs. Ég vil að fólk viti að ég er mjög meðvituð um þetta allt,“ sagði hún í viðtali við The New York Times fyrir athöfnina. Þakkaði dóttur sinni Á stóra deginum hélt hún fallega ræðu þar sem hún sagði æskudraum sinn vera að rætast við það að fá stjörnuna á göngugötuna frægu. Hún þakkaði öllu fólkinu í kringum sig sem hún segir vera fjölskylduna sína. Hún er líklega þekktust fyrir hlutverk sín í: Married … With Children, Friends, Anchorman, The Sweetest Thing, Dead to me og Bad moms. „Takk fyrir að standa með mér í gegnum þetta allt,“ sagði hún einnig í ræðunni til dóttur sinnar. „Vel á minnst þá er ég með sjúkdóm,“ bætti hún síðan við glettin. „Tókuð þið eftir því? ég er ekki einu sinni í skóm. Hvað um það, þið áttuð að hlæja,“ sagði hún einnig á meðan gestir hlógu. Ræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan: Mögulega síðasta hlutverkið Þó að leikkonan hafi talað um sjúkdóminn á léttu nótunum í ræðunni í fyrradag hefur hún áður opnað sig um það hversu erfitt það hafi verið að reyna að sætta sig við greininguna. Hún segist hafa þurft tíma til þess að syrgja fréttirnar, sem hún fékk í miðjum tökum á síðustu seríu þáttanna Dead to me á Netflix. Christina segist hafa fengið gott svigrúm til þess að passa upp á sjálfa sig og ákveða næstu skref. Í viðtali við Variety sagði hún að hlutverkið í þáttunum Dead to me sem Jen Harding gæti mögulega verið sitt síðasta vegna heilsunnar. Samkvæmt vef MS-félagsins á Íslandi er MS langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á mýelín, efnið sem myndar slíður utan um taugasíma (taugaþræði) og ræður hraða og virkni taugaboða. Hi friends. A few months ago I was diagnosed with MS. It s been a strange journey. But I have been so supported by people that I know who also have this condition. It s been a tough road. But as we all know, the road keeps going. Unless some asshole blocks it.— christina applegate (@1capplegate) August 10, 2021
Hollywood Heilsa Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hafnaði aðalhlutverkinu í Legally Blonde Christina Applegate hefði getað verið hin ódauðlega Elle Woods. 30. júlí 2015 12:00 Bæði brjóstin í burtu Leikkonan Angelina Jolie vakti mikla athygli þegar hún greindi frá ákvörðun sinni um að láta fjarlægja bæði brjóst sín til að draga úr líkunum á því að fá krabbamein. Hún er ekki eina stjarnan sem hefur gengist undir slíka aðgerð. 18. október 2013 16:00 Ron Burgundy í nýju sýnishorni Skeggprúði fréttamaðurinn snýr aftur í Anchorman 2: The Legend Continues. 19. júní 2013 11:22 Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Sjá meira
Hafnaði aðalhlutverkinu í Legally Blonde Christina Applegate hefði getað verið hin ódauðlega Elle Woods. 30. júlí 2015 12:00
Bæði brjóstin í burtu Leikkonan Angelina Jolie vakti mikla athygli þegar hún greindi frá ákvörðun sinni um að láta fjarlægja bæði brjóst sín til að draga úr líkunum á því að fá krabbamein. Hún er ekki eina stjarnan sem hefur gengist undir slíka aðgerð. 18. október 2013 16:00
Ron Burgundy í nýju sýnishorni Skeggprúði fréttamaðurinn snýr aftur í Anchorman 2: The Legend Continues. 19. júní 2013 11:22