Bæði brjóstin í burtu 18. október 2013 16:00 Fjöldi stjarna hafa gengist undir tvöfalt brjóstnám. Nordicphotos/Getty Leikkonan Angelina Jolie vakti mikla athygli þegar hún greindi frá ákvörðun sinni um að láta fjarlægja bæði brjóst sín til að draga úr líkunum á því að fá krabbamein. Hún er ekki eina stjarnan sem hefur gengist undir slíka aðgerð.Christina ApplegateAllt í lagi að gráta Leikkonan Christina Applegate gekkst undir tvöfalt brjóstnám árið 2008 eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein og stökkbreytta BRCA1-genið. „Stundum græt ég og verð mjög reið í sjálfsvorkunn minni. Ég held að það sé allt hluti af batanum og við allar sem eru að ganga í gegnum þetta vil ég segja: „Það er allt í lagi að gráta“,“ sagði hún í Good Morning America.Kathy BatesLendir alltaf á fótunum Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates gekkst undir aðgerðina í fyrra, þá 64 ára, eftir að hafa greinst með krabbamein fyrr á árinu. „Eftir langa íhugun gekkst ég undir tvöfalt brjóstnám,“ sagði hún við People. „Sem betur fer þurfti ég ekki að fara í geisla- eða lyfjameðferð. Fjölskylda mín kallar mig Kat vegna þess að ég lendi alltaf á fótunum og sem betur fer var þetta engin undantekning.“Giuliana RancicNordicphotos/gettyBrjóstahaldarinn faldi allt Sjónvarpskonan Giuliana Rancic gekkst undir aðgerðina undir lok ársins 2011. „Ég fékk skurðaðgerðarbrjóstahaldara sem földu allt saman. Fyrst vildi ég ekki horfa í spegilinn vegna þess að ég hugsaði með mér: „Mér er að batna á hverjum degi og þetta snýst um mína heilsu. Hvers vegna ætti ég að draga sjálfa mig niður með því að horfa í spegilinn“,“ sagði hún við Glamor.AnastaciaAflýsti tónleikaferðalagi Söngkonan Anastacia gekkst undir tvöfalt brjóstnám eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein í annað sinn. Í yfirlýsingu til aðdáenda sinna sagðist hún vera á batavegi og „tilbúin til að hefja nýjan kafla“ í lífi sínu. Anastacia aflýsti tónleikaferðalagi sínu um Evrópu í febrúar eftir að hún greindist í annað sinn. Hin 45 ára söngkona náði fullum bata árið 2003 eftir að hún gekkst undir skurðaðgerð og fór í geislameðferð vegna krabbameins.Montel WilliamsFór í aðgerð fyrir mistök Spjallþáttastjórnandinn Montel Williams gekkst fyrir mistök undir tvöfalt brjóstnám þegar hann var nítján ára. Læknirinn hélt að hann væri með krabbamein í brjósti þegar hann var í raun með rifinn brjóstvöðva. „Næstu tíu árin á eftir fór ég aldrei úr bolnum vegna öranna eftir aðgerðina,“ sagði hann við Doctor Oz.Sharon Osbourne fór í tvöfalt brjóstnám.nordicphotos/gettyEkki erfið ákvörðun Eftir að Sharon Osbourne komst að því að hún væri með BRCA-krabbameinsgenið árið 2012 ákvað hún að gangast undir tvöfalt brjóstnám. „Um leið og ég komst að því að ég væri með krabbameinsgen hugsaði ég: „Líkurnar eru ekki mér í hag. Ég hef fengið krabbamein áður og ég vil ekki lifa í skugga þess. Mér fannst þetta ekki erfið ákvörðun“,“ sagði hún við Hello! Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Leikkonan Angelina Jolie vakti mikla athygli þegar hún greindi frá ákvörðun sinni um að láta fjarlægja bæði brjóst sín til að draga úr líkunum á því að fá krabbamein. Hún er ekki eina stjarnan sem hefur gengist undir slíka aðgerð.Christina ApplegateAllt í lagi að gráta Leikkonan Christina Applegate gekkst undir tvöfalt brjóstnám árið 2008 eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein og stökkbreytta BRCA1-genið. „Stundum græt ég og verð mjög reið í sjálfsvorkunn minni. Ég held að það sé allt hluti af batanum og við allar sem eru að ganga í gegnum þetta vil ég segja: „Það er allt í lagi að gráta“,“ sagði hún í Good Morning America.Kathy BatesLendir alltaf á fótunum Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates gekkst undir aðgerðina í fyrra, þá 64 ára, eftir að hafa greinst með krabbamein fyrr á árinu. „Eftir langa íhugun gekkst ég undir tvöfalt brjóstnám,“ sagði hún við People. „Sem betur fer þurfti ég ekki að fara í geisla- eða lyfjameðferð. Fjölskylda mín kallar mig Kat vegna þess að ég lendi alltaf á fótunum og sem betur fer var þetta engin undantekning.“Giuliana RancicNordicphotos/gettyBrjóstahaldarinn faldi allt Sjónvarpskonan Giuliana Rancic gekkst undir aðgerðina undir lok ársins 2011. „Ég fékk skurðaðgerðarbrjóstahaldara sem földu allt saman. Fyrst vildi ég ekki horfa í spegilinn vegna þess að ég hugsaði með mér: „Mér er að batna á hverjum degi og þetta snýst um mína heilsu. Hvers vegna ætti ég að draga sjálfa mig niður með því að horfa í spegilinn“,“ sagði hún við Glamor.AnastaciaAflýsti tónleikaferðalagi Söngkonan Anastacia gekkst undir tvöfalt brjóstnám eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein í annað sinn. Í yfirlýsingu til aðdáenda sinna sagðist hún vera á batavegi og „tilbúin til að hefja nýjan kafla“ í lífi sínu. Anastacia aflýsti tónleikaferðalagi sínu um Evrópu í febrúar eftir að hún greindist í annað sinn. Hin 45 ára söngkona náði fullum bata árið 2003 eftir að hún gekkst undir skurðaðgerð og fór í geislameðferð vegna krabbameins.Montel WilliamsFór í aðgerð fyrir mistök Spjallþáttastjórnandinn Montel Williams gekkst fyrir mistök undir tvöfalt brjóstnám þegar hann var nítján ára. Læknirinn hélt að hann væri með krabbamein í brjósti þegar hann var í raun með rifinn brjóstvöðva. „Næstu tíu árin á eftir fór ég aldrei úr bolnum vegna öranna eftir aðgerðina,“ sagði hann við Doctor Oz.Sharon Osbourne fór í tvöfalt brjóstnám.nordicphotos/gettyEkki erfið ákvörðun Eftir að Sharon Osbourne komst að því að hún væri með BRCA-krabbameinsgenið árið 2012 ákvað hún að gangast undir tvöfalt brjóstnám. „Um leið og ég komst að því að ég væri með krabbameinsgen hugsaði ég: „Líkurnar eru ekki mér í hag. Ég hef fengið krabbamein áður og ég vil ekki lifa í skugga þess. Mér fannst þetta ekki erfið ákvörðun“,“ sagði hún við Hello!
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira