Það var enginn tilbúinn í þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Regína Ósk hefur náð langt í tónlistinni en einnig gengið í gegnum erfiða tíma. Vísir/vilhelm Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona landsins í að verða tuttugu ár. Hún er mikið Eurovision-nörd og tekið þátt fyrir Íslands hönd í keppninni sjálfri. Mikið fyrir hreyfingu, er trúuð og mikil fjölskyldukona. Regína Ósk Óskarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Regína yfir það tímabil þegar hún missti föður sinn og ákvað í kjölfarið að taka til hjá sjálfri sér og fór í algjöra lífsstílsbreytingu. Klippa: Einkalífið - Regína Ósk Óskarsdóttir „Hann fór bara alveg rosalega snöggt. Við fundum um jól og áramót að hann væri pínulítið slappur. Svo fer hann inn á spítala í janúar og fer síðan í hjartastopp daginn eftir og þaðan á gjörgæslu. Þá héldum við að hann væri bara að fara. Svo einhvern veginn kemur hann til baka og ég man að hann segir við okkur, hélduð þið að ég væri nokkuð farinn?,“ segir Regína og bendir á að pabbi hennar hafi sagt þetta í spaugilegum tón. „Hann missti ekki húmorinn. Svo kemur það í ljós eftir allar rannsóknir að hann er með ólækandi krabbamein. Þetta var algengt krabbamein í vissum hluta í Bandaríkjunum og þetta var rakið til þess að hann var að vinna í kringum aspest í gamla daga. Hann kemur aldrei aftur heim og þetta tók bara átta vikur. Það var enginn tilbúinn í þetta.“ Hún segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að takast á við missinn. „Það fylgir þessu reiði og það er skrýtið að segja þetta svona en það er líka reiði út í það að hann var ekki þannig á sig kominn að hann gat tekið á sig lyfjameðferð. Hann var bara ekki búinn að fara alveg nægilega vel með sig og læknarnir sögðu að það myndi ekki þýða neitt að fara í lyfjameðferð. Þá fór ég að hugsa minn gang því ég ætla ekki að hafa það á minni ábyrgð að ég geti ekki tekist á við það sem mér er rétt í lífinu. Ef ég fæ einhvern sjúkdóm þá vil ég vera líkamlega undir það búin að takast á við hann,“ segir Regína en hún ræðir föðurmissinn þegar 26 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Regína einnig um ferilinn, Eurovision-ævintýrin, eiginmann sinn og börn, um þátttöku sína í Allir geta dansað, um Covid og margt margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Í þættinum fer Regína yfir það tímabil þegar hún missti föður sinn og ákvað í kjölfarið að taka til hjá sjálfri sér og fór í algjöra lífsstílsbreytingu. Klippa: Einkalífið - Regína Ósk Óskarsdóttir „Hann fór bara alveg rosalega snöggt. Við fundum um jól og áramót að hann væri pínulítið slappur. Svo fer hann inn á spítala í janúar og fer síðan í hjartastopp daginn eftir og þaðan á gjörgæslu. Þá héldum við að hann væri bara að fara. Svo einhvern veginn kemur hann til baka og ég man að hann segir við okkur, hélduð þið að ég væri nokkuð farinn?,“ segir Regína og bendir á að pabbi hennar hafi sagt þetta í spaugilegum tón. „Hann missti ekki húmorinn. Svo kemur það í ljós eftir allar rannsóknir að hann er með ólækandi krabbamein. Þetta var algengt krabbamein í vissum hluta í Bandaríkjunum og þetta var rakið til þess að hann var að vinna í kringum aspest í gamla daga. Hann kemur aldrei aftur heim og þetta tók bara átta vikur. Það var enginn tilbúinn í þetta.“ Hún segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að takast á við missinn. „Það fylgir þessu reiði og það er skrýtið að segja þetta svona en það er líka reiði út í það að hann var ekki þannig á sig kominn að hann gat tekið á sig lyfjameðferð. Hann var bara ekki búinn að fara alveg nægilega vel með sig og læknarnir sögðu að það myndi ekki þýða neitt að fara í lyfjameðferð. Þá fór ég að hugsa minn gang því ég ætla ekki að hafa það á minni ábyrgð að ég geti ekki tekist á við það sem mér er rétt í lífinu. Ef ég fæ einhvern sjúkdóm þá vil ég vera líkamlega undir það búin að takast á við hann,“ segir Regína en hún ræðir föðurmissinn þegar 26 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Regína einnig um ferilinn, Eurovision-ævintýrin, eiginmann sinn og börn, um þátttöku sína í Allir geta dansað, um Covid og margt margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“