Innlent

Byggingar­krani féll á Akra­nes­höllina

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kraninn gerði gat á þak hallarinnar.
Kraninn gerði gat á þak hallarinnar. Aðsent

Byggingarkrani féll á Akraneshöllina um klukkan þrjú í dag. Enginn slasaðist en krakkar voru á fótboltaæfingu í höllinni þegar kraninn féll. 

Skessuhorn greinir frá þessu. Kraninn fór í gegnum loft hallarinnar og myndaði stórt gat. Samkvæmt blaðamanni Skessuhorns heyrðust rosalegar drunur og skruðningar inni í höllinni er kraninn féll. 

Vel gekk að rýma höllina eftir atvikið.Aðsent

Fulltrúar frá Akraneskaupstað og lögregla mættu á svæðið eftir að kraninn féll og tóku ákvörðun um að loka höllinni þar til annað kemur í ljós. 

Í samtali við fréttastofu segir Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, að enginn hafi orðið vitni að atvikinu nema verktakarnir. Yfirþjálfari félagsins sem var með fimmtíu krakka á æfingu í höllinni brást hárrétt við eftir að kraninn féll. 

„Að sjálfsögðu var þeim brugðið við höggið en hann brást rétt við og þau röltu út. Verktakinn, Verkís og starfsmenn bæjarins komu strax og leystu málin. Tæmdu höllina með okkur og við læsum bara,“ segir Guðmunda. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×