Keyra út nýja flokkunartunnu í Flóahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2022 14:06 Nýju tunnurnar eru keyrðar út þessa helgi og þá næstu í Flóahreppi, alls um 200 tunnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Ungmennafélaginu Þjótanda í Flóahreppi hafa haft nóg að gera um helgina við að fara með nýjar sorptunnur á heimili í sveitarfélaginu en frá og með næstu áramótum tekur við nýtt flokkunarkerfi um allt land við heimili fólks í fjórum tunnum samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs. Um er að ræða samstarfsverkefni Flóahrepps og Ungmennafélagsins um að fara með 200 tunnur þessa helgi og næstu helgi á sveitabæi í sveitarfélaginu. Um fjáröflun er að ræða hjá ungmennafélaginu, sem félagar eru duglegir að taka þátt í. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps veit um hvað málið snýst. „Verkefnið snýst bara um það að þau eru að sjá um að keyra út tunnurnar og ungmennin fá eitthvað í sinn vasa. Þau eru hörkudugleg en þau eru líka að setja lokið á tunnurnar og hjólin undir. Ég fylgdist með þeim í smá stund og þetta er orðið ósköp sjálfvirkt hjá þeim og snögg að þessu,“ segir Hulda. Hulda segir að nýja tunnan, sem verður fjórða flokkunartunnan verði að vera komin á öll heimili landsins um næstu áramót samkvæmt nýjum lögum. Félagar í Umf. Þjótanda að festa lok á tunnu.Aðsend „Já, þetta snýst um að koma upp þessari samræmdu flokkun á, sem er að fara að gerast út um allt land. Það fer plast í þessa nýju tunnu en þá flokkum við plast, pappír, svo almennt og svo lífrænt og allt fer þetta beint í hringrásarhagkerfið og við viljum náttúrulega að fólk flokki sem mest og hendi sé minnst í almennt sorp,“ segir Hulda. Haldið verður áfram að fara með nýju tunnurnar inn á heimili í Flóahreppi í næstu viku. „Já, planið er að reyna að halda áfram næstu helgi og svo bara lengur ef að þarf, en ég veit allavega að það gekk þrusu vel í dag enda veðrið alveg frábært,“ segir Hulda, sveitarstjóri Flóahrepps. Plastumbúðir eiga að fara í nýju tunnuna.Aðsend Flóahreppur Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Um er að ræða samstarfsverkefni Flóahrepps og Ungmennafélagsins um að fara með 200 tunnur þessa helgi og næstu helgi á sveitabæi í sveitarfélaginu. Um fjáröflun er að ræða hjá ungmennafélaginu, sem félagar eru duglegir að taka þátt í. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps veit um hvað málið snýst. „Verkefnið snýst bara um það að þau eru að sjá um að keyra út tunnurnar og ungmennin fá eitthvað í sinn vasa. Þau eru hörkudugleg en þau eru líka að setja lokið á tunnurnar og hjólin undir. Ég fylgdist með þeim í smá stund og þetta er orðið ósköp sjálfvirkt hjá þeim og snögg að þessu,“ segir Hulda. Hulda segir að nýja tunnan, sem verður fjórða flokkunartunnan verði að vera komin á öll heimili landsins um næstu áramót samkvæmt nýjum lögum. Félagar í Umf. Þjótanda að festa lok á tunnu.Aðsend „Já, þetta snýst um að koma upp þessari samræmdu flokkun á, sem er að fara að gerast út um allt land. Það fer plast í þessa nýju tunnu en þá flokkum við plast, pappír, svo almennt og svo lífrænt og allt fer þetta beint í hringrásarhagkerfið og við viljum náttúrulega að fólk flokki sem mest og hendi sé minnst í almennt sorp,“ segir Hulda. Haldið verður áfram að fara með nýju tunnurnar inn á heimili í Flóahreppi í næstu viku. „Já, planið er að reyna að halda áfram næstu helgi og svo bara lengur ef að þarf, en ég veit allavega að það gekk þrusu vel í dag enda veðrið alveg frábært,“ segir Hulda, sveitarstjóri Flóahrepps. Plastumbúðir eiga að fara í nýju tunnuna.Aðsend
Flóahreppur Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira