Fimmtíu klukkustunda þolraun þegar borið mikinn árangur Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. nóvember 2022 22:06 Það var varla að sjá á Einari að hann hefði verið við stanslausa hreyfingu í heilar fimmtíu klukkustundir. Stöð 2/Steingrímur Dúi Hinn fertugi Einar Hansberg gerði tíu upphífingar á korters fresti, ellefu réttstöðulyftur og brenndi 56 kaloríum á hjóli eða róðravél í fimmtíu klukkutíma síðustu tvo sólarhringa. Það gerði hann til að styrkja Píeta samtökin. Einar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi með uppátækinu viljað minna á hið góða starf sem Píeta samtökin vinna og fá umræðuna um sjálfsvíg upp á yfirborðið. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Af því að við erum alltaf að hvísla þetta okkar á milli, þannig náum við engum árangri,“ segir hann. Rætt var við hann að loknu afrekinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir málefnið vera sér hugleikið enda sé alls staðar í kringum okkur fólk sem kljáist við sjálfsvígshugsanir. Náði til margra í nótt Benedikt Þór Guðmundson, verkefnastjóri Píeta samtakanna segir að þónokkrir hafi hringt í samtökin í nótt og leitað sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana eftir að hafa séð framtak Einars. Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn í síma 552 2218. benedikt Þór var ánægður með sinn mann.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er fyrst og fremst að þakka öllum þeim fjölda manns sem hefur styrkt samtökin undanfarna dag og þessari samkennd sem hefur ríkt um allt land. Já, það hafa hringt nokkrir í gærkvöldi og í nótt að leita sér hjálpar bara af því þeir sá Einar í streyminu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir hann. Flýtur á adrenalíninu Einar var að vonum ansi þreyttur eftir aflraunina enda hafði verið á fótum, og vel það, í rúma fimmtíu klukkutíma. Ertu ekki búinn á því? „Jú, en samt svolítið að fljóta á adrenalíninu sem myndaðist. En jú, mjög þreyttur,“ segir hann. Að lokum segir Einar að það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hann kláraði klukkustundirnar fimmtíu af hreyfingu. Falleg og góð stund. Bjóða upp róðravélina Sem áður segir var aflraun Einar ætluð til þess að safna fjármunum fyrir Píeta samtökin en líkamsræktarstöðin Afrek, þar sem Einar framkvæmdi aflraunina, tekur einnig þátt í fjáröfluninni og býður upp róðravélina sem Einar notaði. Hæsta boð stendur nú í 300 þúsund krónum. Vilji einhver bjóða betur og styrkja gott málefni og eignast forláta róðravél að auki, skal sá hinn sami senda boð í skilaboðum til Afreks á Facebook. Öðrum sem vilja styrkja samtökin beint er bent á söfnunarreikninginn hér að neðan: Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Reykjavík Góðverk Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Einar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi með uppátækinu viljað minna á hið góða starf sem Píeta samtökin vinna og fá umræðuna um sjálfsvíg upp á yfirborðið. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Af því að við erum alltaf að hvísla þetta okkar á milli, þannig náum við engum árangri,“ segir hann. Rætt var við hann að loknu afrekinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir málefnið vera sér hugleikið enda sé alls staðar í kringum okkur fólk sem kljáist við sjálfsvígshugsanir. Náði til margra í nótt Benedikt Þór Guðmundson, verkefnastjóri Píeta samtakanna segir að þónokkrir hafi hringt í samtökin í nótt og leitað sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana eftir að hafa séð framtak Einars. Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn í síma 552 2218. benedikt Þór var ánægður með sinn mann.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er fyrst og fremst að þakka öllum þeim fjölda manns sem hefur styrkt samtökin undanfarna dag og þessari samkennd sem hefur ríkt um allt land. Já, það hafa hringt nokkrir í gærkvöldi og í nótt að leita sér hjálpar bara af því þeir sá Einar í streyminu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir hann. Flýtur á adrenalíninu Einar var að vonum ansi þreyttur eftir aflraunina enda hafði verið á fótum, og vel það, í rúma fimmtíu klukkutíma. Ertu ekki búinn á því? „Jú, en samt svolítið að fljóta á adrenalíninu sem myndaðist. En jú, mjög þreyttur,“ segir hann. Að lokum segir Einar að það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hann kláraði klukkustundirnar fimmtíu af hreyfingu. Falleg og góð stund. Bjóða upp róðravélina Sem áður segir var aflraun Einar ætluð til þess að safna fjármunum fyrir Píeta samtökin en líkamsræktarstöðin Afrek, þar sem Einar framkvæmdi aflraunina, tekur einnig þátt í fjáröfluninni og býður upp róðravélina sem Einar notaði. Hæsta boð stendur nú í 300 þúsund krónum. Vilji einhver bjóða betur og styrkja gott málefni og eignast forláta róðravél að auki, skal sá hinn sami senda boð í skilaboðum til Afreks á Facebook. Öðrum sem vilja styrkja samtökin beint er bent á söfnunarreikninginn hér að neðan: Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Reykjavík Góðverk Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira