Fótbolti

Þýsku meistararnir fara með sex stiga forskot inn í HM-pásuna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eric Maxim Choupo-Moting heldur áfram að skora fyrir Bayern.
Eric Maxim Choupo-Moting heldur áfram að skora fyrir Bayern. Lukas Schulze/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München fara með sex stiga forskot inn í HM-pásuna löngu eftir að liðið vann öruggan 0-2 útisigur gegn botnliði Schalke í kvöld.

Serge Gnabry kom liðinu yfir með góðu marki á 38. mínútu áður en Eric Maxim Choupo-Moting bætti öðru marki við í upphafi síðari hálfleiks.

Eftir frekar hæga byrjun á tímabilinu hjá þýska stórveldinu hefur liðið nú unnið sex deildarleiki í röð og hefur komið sér vel fyrir á toppi deildarinnar.

Bayern München er nú með 34 stig eftir 15 leiki, sex stigum meira en RB Leipzig sem situr í öðru sætinu. Schalke situr hins vegar sem fastast á botninum með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×