Fótbolti

Marka­laust í Ís­lendinga­slagnum í Tyrk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson hélt marki sínu hreinu í kvöld.
Rúnar Alex Rúnarsson hélt marki sínu hreinu í kvöld. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images

Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu þegar Alanyaspor og Adana Demirspor áttust við í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Rúnar Alex hefur heldur betur verið að stimpla sig inn að undanförnu og haldið hreinu tvívegis í síðustu þremur leikjum. Hann stóð vaktina með prýði í kvöld en Alanyaspor voru mikið mun betri aðilinn og hefðu átt að vinna leikinn ef marka má tölfræði kvöldsins.

Það hjálpaði ekki Demirspor að Younes Belhinda fékk rautt spjald í lok fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir það tókst heimamönnum ekki að brjóta ísinn og því lauk leiknum 0-0.

Birkir Bjarnason þurfti því miður að dúsa á varamannabekk gestanna frá upphafi til enda. Birkir hefur varla spilað á leiktíðinni og aðeins spilað 83 mínútur í samtals fjórum deildarleikjum til þessa. Það er spurning hvort þessi 34 ára landsliðsmaður hugsi sér til hreyfings þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Alanyaspor er í 9. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 14 leiki á meðan Demirspor er í 3. sæti með 24 stig eftir 13 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×