„Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. nóvember 2022 19:05 Hér má sjá Conroy árita félaga sinn til margra ára. Twitter/DC Animated Kevin Conroy, rödd Leðurblökumannsins til margra ára, er látinn 66 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Fyrrum samstarfsfélagar Conroy minnast hans með hlýhug en Conroy er einna þekktastur fyrir talsetningu sína á Leðurblökumanninum. Ferðalög Conroy og teiknimyndaofurhetjunnar miklu urðu samofin árið 1992 þegar hann ljáði hetjunni rödd sína í teiknimyndaþáttunum „Batman: The Animated Series.“ Göngu þáttanna lauk árið 1996 en Conroy var tengdur Leðurblökumanninum allar götur síðan og talsetti gríðarlegt magn teiknimynda og efnis honum tengdum. Conroy tók þátt í um sextíu verkefnum sem Leðurblökumaðurinn, þar á meðal voru fjögur hundruð teiknimyndaþættir og meira en 100 klukkutímar af sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá teiknimyndarisanum DC Comics. Thank you. pic.twitter.com/hB4XUy8Gw1— Batman (@Batman) November 11, 2022 Haft er eftir leikaranum Mark Hammill þar sem hann rifjar upp samstarf sitt með Conroy og segir hann Conroy vera hinn eina sanna Leðurblökumann. „Þetta var ein af þessum fullkomnu atburðarásum þar sem að þeir fengu fullkomnamanninn í rétta hlutverkið og heimurinn batnaði við það. Takturinn hans og fágun, tónn og afgreiðsla – þetta allt hjálpaði mér líka með mína frammistöðu. Hann var hinn fullkomni mótleikari – þetta var svo samfallandi og skapandi upplifun. Ég hefði ekki getað þetta án hans. Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður,“ sagði Mark Hamill en hann talsetti Jókerinn á móti Leðurblökumanni Conroy. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Andlát Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fyrrum samstarfsfélagar Conroy minnast hans með hlýhug en Conroy er einna þekktastur fyrir talsetningu sína á Leðurblökumanninum. Ferðalög Conroy og teiknimyndaofurhetjunnar miklu urðu samofin árið 1992 þegar hann ljáði hetjunni rödd sína í teiknimyndaþáttunum „Batman: The Animated Series.“ Göngu þáttanna lauk árið 1996 en Conroy var tengdur Leðurblökumanninum allar götur síðan og talsetti gríðarlegt magn teiknimynda og efnis honum tengdum. Conroy tók þátt í um sextíu verkefnum sem Leðurblökumaðurinn, þar á meðal voru fjögur hundruð teiknimyndaþættir og meira en 100 klukkutímar af sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá teiknimyndarisanum DC Comics. Thank you. pic.twitter.com/hB4XUy8Gw1— Batman (@Batman) November 11, 2022 Haft er eftir leikaranum Mark Hammill þar sem hann rifjar upp samstarf sitt með Conroy og segir hann Conroy vera hinn eina sanna Leðurblökumann. „Þetta var ein af þessum fullkomnu atburðarásum þar sem að þeir fengu fullkomnamanninn í rétta hlutverkið og heimurinn batnaði við það. Takturinn hans og fágun, tónn og afgreiðsla – þetta allt hjálpaði mér líka með mína frammistöðu. Hann var hinn fullkomni mótleikari – þetta var svo samfallandi og skapandi upplifun. Ég hefði ekki getað þetta án hans. Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður,“ sagði Mark Hamill en hann talsetti Jókerinn á móti Leðurblökumanni Conroy.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Andlát Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira