Lífið

Kvöld­verður til styrktar úkraínska hernum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Oleksandra Bezuhlova (t.v.), Oleksandra Bezuhlova og Larysa Bezuglova áttu hugmyndina að viðburðinum.
Oleksandra Bezuhlova (t.v.), Oleksandra Bezuhlova og Larysa Bezuglova áttu hugmyndina að viðburðinum.

Nokkrir Úkraínumenn á Íslandi standa fyrir fjáröflunarkvöldverði í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík í kvöld. Gestir borða fimm úkraínska rétti á meðan spilað er fyrir þá úkraínska tónlist. Allur peningur sem safnast í kvöld fer í að kaupa hjúkrunarbúnað fyrir úkraínska herinn. 

Þrír Úkraínumenn áttu hugmyndina af verkefninu, sjónvarpskonan Karysa Bezuglova, kokkurinn Ivan Bondarenko og geðlæknirinn Oleksandra Bezuhlova. Ivan hefur búið hér í nokkur ár en Karysa og Oleksandra komu hingað eftir innrás Rússa í Úkraínu. 

Aðgangseyrir er níu þúsund krónur og nánari upplýsingar um skráningu má finna hér. Einungis er pláss fyrir fjörutíu manns. 

Hægt er að skrá sig með því að skanna QR-kóðann á plakatinu.

Um er að ræða fimm rétta máltíð sem samanstendur af forrétt, sem er leynilegur, borsch-súpa með beikon og kleinuhringjum, kartöflupönnukökur með sveppum og nautatunga í rjómasósu, soðkökur og Kyiv-kaka. 

Það er Ivan sjálfur sem eldar ofan í fólk með aðstoð Oleksandra Buts sem flúði hingað til lands eftir innrás Rússa. 

Klippa: Kynningarmyndband Ivans Bondarenko





Fleiri fréttir

Sjá meira


×