Lífið

Hús­fyllir á Heil­brigðis­þinginu á Hilton

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
þing

Húsfyllir var á Heilbrigðisþinginu á Hilton í gær sem hófst með setningarávarpi Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Hans Kluge, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), ávarpaði þingið og síðan tók við fjölbreytt dagskrá með hérlendum og erlendum fyrirlesurum. Dagskrá þingsins endurspeglaði hversu breytt hugtakið lýðheilsa er. 

Fyrirlesarar og þátttakendur í pallborði koma því víða að. Þar komu fram fulltrúar fræðasamfélagsins, sveitarfélaga, skóla, íþróttahreyfingarinnar og annarra félagasamtaka, auk fulltrúa frá WHO og Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).

Húsfyllir var á þinginu.Aðsent
Harpa ÞorsteinsdóttirAðsent
Alma D. Möller
Jón Jónsson kom fram á þinginu.
Willum Þór Þórsson og Janus Guðlaugsson
Dóra Guðrún og Margrét Lilja
Erla Björnsdóttir sálfræðingur og svefnsérfræðingur.
Ásta Valdimarsdóttir, Chris Brown frá WHO, Willum Þór, Marion Devaux frá OECD og Alma D. MöllerAðsent
Runólfur Pálsson, Willum Þór Þórsson og Alma D. MöllerAðsent

Tengdar fréttir

Heilbrigðisþing 2022 - bein útsending

Bein útsending er hér í spilaranum fyrir neðan frá Heilbrigðisþingi sem fram fer í dag. Þingið hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×