Fótbolti

Blikaslagur í úrslitakeppni háskólaboltans vestanhafs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er einn þriggja Blika sem taka þátt í leik Harvard og New Hampshire í bandaríska háskólafótboltanum.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er einn þriggja Blika sem taka þátt í leik Harvard og New Hampshire í bandaríska háskólafótboltanum. vísir/diego

Tveir Íslendingaslagir verða í úrslitakeppni bandaríska háskólafótboltans um helgina. Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir verður meðal annars í eldlínunni.

Tíu íslenskar fótboltakonur komust í úrslitakeppni háskólaboltans. Þangað komast 64 lið af 348. Átta þeirra eru skipuð Íslendingum.

Áslaug Munda og Hildur Þóra Hákonardóttir leika með Harvard sem mætir New Hamspire annað kvöld. Þar mæta þær fyrrverandi samherja sínum úr Breiðabliki, Guðrúnu Gyðu Haralz.

Annar Íslendingaslagur er einnig á dagskránni í kvöld þegar LSU og Lamar eigast við. Ída Marín Hermannsdóttir, sem hefur leikið tvo A-landsleiki, leikur með LSU (gamla skólanum hans Shaquilles O'Neal) og Eva Karen Sigurdórsdóttir með Lamar.

Tveir Íslendingar leika með Hofstra sem etur kappi við Georgetown. Þetta eru þær Þórhildur Þórhallsdóttir og Dagný Rún Pétursdóttir.

Eydís Helgadóttir og stöllur hennar í Missouri State mæta Arkansas í kvöld, markvörðurinn Birta Guðlaugsdóttir leikur með Arizona State sem mætir Portland annað kvöld, sama kvöld og Kristín Erla Johnson og hennar samherjar í Wake Forest etja keppi við South Carolina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×