Allsherjar- og menntamálanefnd fékk gesti á sinn fund í morgun þegar þangað mætti fulltrúi frá Útlendingastofnun auk Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til að ræða framkvæmd ákvarðana um brottvísanir og frávísanir hælisleitenda.
Ástandið í Úkraínu verður einnig til umfjöllunar en svo virðist sem Rússar séu nú að hörfa frá Kherson þótt enn sé margt á huldu varðandi þær aðgerðir.
Þá tökum við púlsinn á Alþingi en þingfundur hófst í morgun með óundirbúnum fyrirspurnum þar sem málefni Samherja komu meðal annars til umræðu.
Einnig heyrum við í formanni BHM en bandalagið kynnti í morgun kröfugerð sína í komandi kjarasamningum.