Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2022 08:54 Alidoosti ásamt kollegum sínum við frumsýningu Leila's Brothers í Cannes. epa/Clemens Bilan Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ Taraneh Alidoosti hét því fyrir nokkrum dögum að hún myndi ekki yfirgefa heimaland sitt, hvað sem það kostaði. Þess í stað hygðist hún hætta að vinna og helga sig stuðningi við þær fjölskyldur sem hefðu misst ástvini í mótmælaöldunni sem nú gengur yfir Íran. Fjöldi hefur látið lífið og þúsundir verið fangelsaðir í mótmælum í kjölfar dauða hinnar 22 ára Masha Amini, sem lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur hafa meðal annars brennt slæður sínar og skorið hár sitt og kallað eftir því að siðferðislögregla landsins verði lögð niður. Konur eru þó ekki einar um að mótmæla, heldur nær óánægjan til mun fleiri sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. View this post on Instagram A post shared by Taraneh Alidoosti (@taraneh_alidoosti) „Ég verð um kyrrt. Ég mun hætta að vinna. Ég mun standa á bakvið fjölskyldur fanga og þeirra sem hafa látið lífið. Ég verð talsmaður þeirra,“ sagði Alidoosti á Instagram á dögunum. „Ég mun berjast fyrir heimaland mitt. Ég mun gjalda það hvaða verði sem er að standa vörð um réttindi mín og það sem meira er, ég trúi á það sem við vinnum að því að byggja,“ sagði hún. Alidoosti hefur verið þekkt fyrir leik sinn frá því hún var unglingur og hefur meðal annars birst í mörgum mynda Óskarsverðlaunaleikstjórans Asghar Farhadi. Þá birtist hún í myndinni Leila's Brothers, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Hún er þekkt fyrir að berjast fyrir mannréttindum í Íran og hefur meðal annars áður lýst því yfir að Íranir séu í raun ekki borgarar landsins, heldur fangar þess. Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Taraneh Alidoosti hét því fyrir nokkrum dögum að hún myndi ekki yfirgefa heimaland sitt, hvað sem það kostaði. Þess í stað hygðist hún hætta að vinna og helga sig stuðningi við þær fjölskyldur sem hefðu misst ástvini í mótmælaöldunni sem nú gengur yfir Íran. Fjöldi hefur látið lífið og þúsundir verið fangelsaðir í mótmælum í kjölfar dauða hinnar 22 ára Masha Amini, sem lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur hafa meðal annars brennt slæður sínar og skorið hár sitt og kallað eftir því að siðferðislögregla landsins verði lögð niður. Konur eru þó ekki einar um að mótmæla, heldur nær óánægjan til mun fleiri sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. View this post on Instagram A post shared by Taraneh Alidoosti (@taraneh_alidoosti) „Ég verð um kyrrt. Ég mun hætta að vinna. Ég mun standa á bakvið fjölskyldur fanga og þeirra sem hafa látið lífið. Ég verð talsmaður þeirra,“ sagði Alidoosti á Instagram á dögunum. „Ég mun berjast fyrir heimaland mitt. Ég mun gjalda það hvaða verði sem er að standa vörð um réttindi mín og það sem meira er, ég trúi á það sem við vinnum að því að byggja,“ sagði hún. Alidoosti hefur verið þekkt fyrir leik sinn frá því hún var unglingur og hefur meðal annars birst í mörgum mynda Óskarsverðlaunaleikstjórans Asghar Farhadi. Þá birtist hún í myndinni Leila's Brothers, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Hún er þekkt fyrir að berjast fyrir mannréttindum í Íran og hefur meðal annars áður lýst því yfir að Íranir séu í raun ekki borgarar landsins, heldur fangar þess.
Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira