Fordæmalaust mál kalli á fordæmalausar aðgerðir dómstóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2022 18:41 Claudia Wilson er lögmaður Hussein. steingrímur dúi másson/vísir Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Fyrirtaka fór fram í máli Husseins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar fór Claudia Wilson, lögmaður hans fram á að gefin verði út vitnakvaðning í málinu en dómari mun taka afstöðu til þess á fimmtudaginn. Sérstakar aðstæður Lögmaðurinn segir sérstakar og fordæmalausar aðstæður uppi í máli Husseins. Hann sé mjög fatlaður og eigi erfitt með tjáskipti. Vegna þessa segir Claudia að skýrslutakan þurfi að fara fram í gegnum millitúlk þar sem málið fari fram á íslensku, ensku og sorani-tungumáli. „Það gerir það frekar flókið að gera það í gegnum fjarskiptabúnað. Réttargæslumaður hefur reynt að tala við hann í gegnum fjarfundabúnað með túlk og það gekk ekki upp. Það endaði með því að tala þurfti við skyldmenni hans. Spurningin er þessi: Hvers vegna á hann, fatlaður maður, ekki að hafa sama aðgang að dómstólum og aðrir?“ spyr Claudia Wilson, lögmaður Hussein Hussein. Sérstaklega í ljósi jákvæðra skyldna stjórnvalda. „Það er alveg klárt að það er liður í því að tryggja réttláta málsmeðferð að hann fái tækifæri til að segja frá sinni reynslu og upplifun í þessu máli. Hann einn er bær um að gera það, ekki ég.“ Fluttur í leyni Dvöl erlendis eigi ekki að koma í veg fyrir vitnakvaðningu. „Við höfum aldrei séð það að fatlaður maður sé fluttur úr landi með þessum hætti, í leyni og án þess að lögmaður hans sé upplýstur um það og án þess að lögmaður hafi aðgang að skjólstæðingnum. Þannig að allt í þessu máli er fordæmalaust og það kallar á fordæmislausar aðgerðir.“ Aktívistinn Sema Erla segir Hussein hafa síðustu daga farið á milli spítala í Aþenu í leit að heilbrigðisþjónustu. Hann sé mjög veikur og þurfi að komast undir læknishendur en komi alls staðar að lokuðum dyrum. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Kemur í ljós síðdegis hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Fyrirtaka fór fram í máli Husseins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar fór Claudia Wilson, lögmaður hans fram á að gefin verði út vitnakvaðning í málinu en dómari mun taka afstöðu til þess á fimmtudaginn. Sérstakar aðstæður Lögmaðurinn segir sérstakar og fordæmalausar aðstæður uppi í máli Husseins. Hann sé mjög fatlaður og eigi erfitt með tjáskipti. Vegna þessa segir Claudia að skýrslutakan þurfi að fara fram í gegnum millitúlk þar sem málið fari fram á íslensku, ensku og sorani-tungumáli. „Það gerir það frekar flókið að gera það í gegnum fjarskiptabúnað. Réttargæslumaður hefur reynt að tala við hann í gegnum fjarfundabúnað með túlk og það gekk ekki upp. Það endaði með því að tala þurfti við skyldmenni hans. Spurningin er þessi: Hvers vegna á hann, fatlaður maður, ekki að hafa sama aðgang að dómstólum og aðrir?“ spyr Claudia Wilson, lögmaður Hussein Hussein. Sérstaklega í ljósi jákvæðra skyldna stjórnvalda. „Það er alveg klárt að það er liður í því að tryggja réttláta málsmeðferð að hann fái tækifæri til að segja frá sinni reynslu og upplifun í þessu máli. Hann einn er bær um að gera það, ekki ég.“ Fluttur í leyni Dvöl erlendis eigi ekki að koma í veg fyrir vitnakvaðningu. „Við höfum aldrei séð það að fatlaður maður sé fluttur úr landi með þessum hætti, í leyni og án þess að lögmaður hans sé upplýstur um það og án þess að lögmaður hafi aðgang að skjólstæðingnum. Þannig að allt í þessu máli er fordæmalaust og það kallar á fordæmislausar aðgerðir.“ Aktívistinn Sema Erla segir Hussein hafa síðustu daga farið á milli spítala í Aþenu í leit að heilbrigðisþjónustu. Hann sé mjög veikur og þurfi að komast undir læknishendur en komi alls staðar að lokuðum dyrum.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Kemur í ljós síðdegis hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Kemur í ljós síðdegis hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04
Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20
Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56
Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55