„Ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2022 10:32 Gamithra Marga talar einstaklega fallega íslensku. Það er löngu vitað að það getur verið erfitt að læra tungumálið okkar enda nokkuð flókið. Gamithra Marga hefur aðeins verið búsett hér á landi í fjögur ár og talar virkilega góða íslensku eins og Sindri Sindrason fékk að kynnast í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gamithra er frá Eistlandi og kláraði hún menntaskóla fyrir norðan þegar hún var búsett á Akureyri. „Þegar ég var þrettán ára gömul fattaði ég að Ísland væri til, ég vissi kannski að þetta væri land en aldrei pælt neitt sérstaklega í landinu,“ segir Gamithra og heldur áfram. „Svo fór ég aðeins að kynna mér málin, hlusta á Sigurrós og fleira, svona eins og fólk gerir. Ég kolféll fyrir landinu og hugsaði að ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór. Ég var í raun þekkt í skólanum sem stelpan sem ætlaði að verða Íslendingur. Það var í raun allt við Ísland, stemningin, fólkið og tungumálið. Ég man þegar ég var að hlusta á tungumálið þegar ég var fjórtán ára og setti bara á Rás 2 á netinu og skildi ekkert. Það eina sem ég skildi var orðið akkúrat. Svo inn á milli fór ég að skilja fleiri orð,“ segir Gamithra sem kom fyrst hingað þegar hún var sautján ára gömul. „Mamma og pabbi reyndu aðeins að fá mig af þeirri hugmynd að flytja til Íslands en ég var bara svo ákveðin að það var ekki hægt að stjórna því. Ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum á Tröllaskaga úr fjarnámi árið 2019,“ segir Gamithra sem hefur síðan þá verið að forrita og starfað sem öryggisfulltrúi hjá erlendu fyrirtæki en í dag vinnur hún hjá Syndis. Hún hefur til að mynda keppt fyrir hönd Íslands í forritunarkeppni í Japan. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Eistland Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira
Gamithra Marga hefur aðeins verið búsett hér á landi í fjögur ár og talar virkilega góða íslensku eins og Sindri Sindrason fékk að kynnast í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gamithra er frá Eistlandi og kláraði hún menntaskóla fyrir norðan þegar hún var búsett á Akureyri. „Þegar ég var þrettán ára gömul fattaði ég að Ísland væri til, ég vissi kannski að þetta væri land en aldrei pælt neitt sérstaklega í landinu,“ segir Gamithra og heldur áfram. „Svo fór ég aðeins að kynna mér málin, hlusta á Sigurrós og fleira, svona eins og fólk gerir. Ég kolféll fyrir landinu og hugsaði að ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór. Ég var í raun þekkt í skólanum sem stelpan sem ætlaði að verða Íslendingur. Það var í raun allt við Ísland, stemningin, fólkið og tungumálið. Ég man þegar ég var að hlusta á tungumálið þegar ég var fjórtán ára og setti bara á Rás 2 á netinu og skildi ekkert. Það eina sem ég skildi var orðið akkúrat. Svo inn á milli fór ég að skilja fleiri orð,“ segir Gamithra sem kom fyrst hingað þegar hún var sautján ára gömul. „Mamma og pabbi reyndu aðeins að fá mig af þeirri hugmynd að flytja til Íslands en ég var bara svo ákveðin að það var ekki hægt að stjórna því. Ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum á Tröllaskaga úr fjarnámi árið 2019,“ segir Gamithra sem hefur síðan þá verið að forrita og starfað sem öryggisfulltrúi hjá erlendu fyrirtæki en í dag vinnur hún hjá Syndis. Hún hefur til að mynda keppt fyrir hönd Íslands í forritunarkeppni í Japan. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Eistland Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira