Innlent

Tippari af Aust­fjörðum fimm milljónum ríkari

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Erling Haaland tryggði liði sínu sigur á laugardag og tipparanum af Austfjörðum þar með rúmlega fimm milljón króna vinning.
Erling Haaland tryggði liði sínu sigur á laugardag og tipparanum af Austfjörðum þar með rúmlega fimm milljón króna vinning. Getty

Tippari af Austfjörðum er væntanlega í skýjunum eftir úrslit helgarinnar í Enska boltanum. Tipparinn var heldur betur sannspár með þrettán rétta á Enska getraunaseðlinum. Fyrir það hlaut hann tæpar 5,3 milljónir í vinning.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að tipparinn hafi tippað á opinn seðil, tvítryggði átta leiki og hafði einn leik þrítryggðan. Haft er eftir vinningshafanum í tilkynningunni að þegar honum lítist ekki alveg á niðurstöðuna, þá breyti hann.

Fjórir leikjanna voru með einu merki, þar á meðal leikur Man. City – Fulham en þar var sannspái tipprainn með táknið 1 fyrir sigur Man. City.

Tæpur sigur

Ætla má að taugarnar hafi verið ansi þandar þegar Erling Haaland leikmaður Man. City tryggði liði sínu sigur með marki úr vítaspyrnu, einum leikmanni færri, í uppbótartíma leiksins. Og þar með okkar manni, tipparanum sannspáa, tæpar 5,3 milljónir króna í vinning.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×