Endurtekning frá úrslitaleik síðasta tímabils Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2022 11:20 Real Madrid á titil að verja í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa unnið keppnina í fjórtánda sinn á síðasta tímabili. getty/Cesare Purini Liðin sem mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, Real Madrid og Liverpool, eigast við í sextán liða úrslitum keppninnar að þessu sinni. Dregið var í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta karla í dag. Real Madrid vann Liverpool, 1-0, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Ljóst er að þau mætast ekki í úrslitaleiknum í Istanbúl næsta vor því þau drógust saman í sextán liða úrslitum keppninnar. Hin stóra viðureignin í sextán liða úrslitum er á milli Paris Saint-Germain og Bayern München. Þessi lið mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Bayern vann 1-0 sigur. Benfica vann H-riðil Meistaradeildarinnar á ævintýralegan hátt á kostnað PSG og það gæti reynst frönsku meisturunum dýrt. Benfica getur aftur á móti vel við unað því liðið dróst gegn Club Brugge sem er fyrsta belgíska liðið sem kemst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Manchester City og Chelsea drógust bæði gegn þýskum liðum. Englandsmeistarar City mæta RB Leipzig og Chelsea mætir Borussia Dortmund. Tottenham mætir AC Milan líkt og tímabilið 2010-11. Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, dróst gegn Evrópudeilarmeisturum Frankfurt og Inter og Porto eigast við. Leikirnir í sextán liða úrslitum Leipzig - Man. City Club Brugge - Benfica Liverpool - Real Madrid Milan - Tottenham Frankfurt - Napoli Dortmund - Chelsea Inter - Porto PSG - Bayern München Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitum fara fram 14., 15., 21. og 22. febrúar og seinni leikirnir 7., 8., 14., og 15. mars. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Real Madrid vann Liverpool, 1-0, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Ljóst er að þau mætast ekki í úrslitaleiknum í Istanbúl næsta vor því þau drógust saman í sextán liða úrslitum keppninnar. Hin stóra viðureignin í sextán liða úrslitum er á milli Paris Saint-Germain og Bayern München. Þessi lið mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Bayern vann 1-0 sigur. Benfica vann H-riðil Meistaradeildarinnar á ævintýralegan hátt á kostnað PSG og það gæti reynst frönsku meisturunum dýrt. Benfica getur aftur á móti vel við unað því liðið dróst gegn Club Brugge sem er fyrsta belgíska liðið sem kemst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Manchester City og Chelsea drógust bæði gegn þýskum liðum. Englandsmeistarar City mæta RB Leipzig og Chelsea mætir Borussia Dortmund. Tottenham mætir AC Milan líkt og tímabilið 2010-11. Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, dróst gegn Evrópudeilarmeisturum Frankfurt og Inter og Porto eigast við. Leikirnir í sextán liða úrslitum Leipzig - Man. City Club Brugge - Benfica Liverpool - Real Madrid Milan - Tottenham Frankfurt - Napoli Dortmund - Chelsea Inter - Porto PSG - Bayern München Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitum fara fram 14., 15., 21. og 22. febrúar og seinni leikirnir 7., 8., 14., og 15. mars. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leipzig - Man. City Club Brugge - Benfica Liverpool - Real Madrid Milan - Tottenham Frankfurt - Napoli Dortmund - Chelsea Inter - Porto PSG - Bayern München
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira