Erlent

Ní­tján létust í flug­slysinu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vélin brotlenti í Viktoríuvatni, um hundrað metra frá flugvellinum.
Vélin brotlenti í Viktoríuvatni, um hundrað metra frá flugvellinum. AP

Að minnsta kosti nítján létust í flugslysi í Tansaníu í dag. Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Leit að farþegum stendur enn yfir.

Vélin, af gerðinni ATR 42-500, var á vegum Precision Air, sem er stærsta einkarekna flugfélag í Tansaníu. Slæmt veður var á svæðinu þegar flugvélin brotlenti í vatninu, um hundrað metra frá flugvelli. 43 voru um borð og hefur yfirvöldum tekist að bjarga 26 farþegum. Tvö sem fundust látin eru mögulega talin hafa tekið þátt í aðgerðunum að sögn yfirvalda.

Menn sem voru á veiðum í Viktoríuvatni voru fyrstir á vettvang og hjálpuðu farþegum úr flugvélinni. Guardian greinir frá því að fjölskyldur farþega hafi séð vélina steypast ofan í vatnið, þegar fjölskyldumeðlimir biðu eftir ættingjum sínum á flugvellinum.


Tengdar fréttir

Brotlenti í stærsta vatni Afríku

Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni í Tansaníu eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Björgunaraðgerðir standa nú yfir vegna flugslyss í Viktoríuvatni í Tansaníu en ekki hefur verið greint frá neinum dauðsföllum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×