Menning

RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
RAX Augnablik SE04 EP04 06112022 Jónmundur með 9 líf
RAX

„Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik.

Ragnari var eitt sinn bent á mann að nafni Jónmundur sem var sagður hafa níu líf því hann hafði lent í meiri hrakföllum en flest okkar. 

„Hann er með níu líf og hann er búinn með sautján,“ var það fyrsta sem RAX fékk að heyra um Jónmund.  Ragnar fékk svo að mynda þennan áhugaverða mann og heyra sögurnar hans. 

„Það heillaði mig hvað hann var óheppinn og hvað hann tók því vel.“

Jónmundur var aðeins eins árs gamall þegar hann lenti í fyrsta slysinu og þau áttu svo eftir að verða mun fleiri. 

„Hann var einhvern tíman að keyra traktor yfir götuna. Hann lítur til vinstri, en gleymir að líta til hægri. Þá kom rúta og keyrði hann í tvennt. Hann lá í dái í þrjár vikur.“

Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan.

Klippa: RAX Augnablik - Jónmundur með 9 líf

Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.

Ragnar Axelsson hefur hitt einstaka karaktera á sínum ferli sem ljósmyndari. Hér fyrir neðan má sjá nokkur vel valin dæmi úr þáttunum RAX Augnablik. 

Í norðangarra í Grjótnesi

Árið 1996 heimsótti Ragnar hjónin Björn og Hildi í Grjótnesi á Melrakkasléttu, ásamt Guðna Einarssyni blaðamanni, til þess að kynnast þeim og lífinu í Grjótnesi. Hjónin voru tvö eftir á bæ sem taldi hátt í 40 íbúa þegar best lét. Hundurinn Glói tók á móti þeim félögum í norðangarranum sem blés hressilega þann daginn, og Ragnar stóðst ekki mátið að smella af honum mynd.

Axel á Gjögri

Ragnar Axelsson smellti mynd af Axel á Gjögri, þar sem hann sat í bátnum sínum . Hann fann það strax að það væri eitthvað einstakt við myndina sem hann tók af Axel og Týra í fjörunni og átti hún eftir að hafa mikil áhrif á hans feril sem ljósmyndari.

Guðjón við Dyrhólaey

Ragnar segir söguna á bak við myndina sem prýðir forsíðu bókarinnar Andlit norðursins. Myndin af Guðjóni Þorsteinssyni í fjörunni við Dyrhólaey er ein af þekktustu ljósmyndum RAX. Samband þeirra var einstakt og í þættinum fáum við að kynnast betur gamla manninum sem Ragnar myndaði við hafið.


Tengdar fréttir

RAX Augnablik: „Táraðist þegar þeir komu syngjandi“

Þegar Björn bóndi, fjölskyldufaðir á eyjunni Koltur, hugðist halda upp á afmælið sitt vissi hann ekki hvort einhver myndu koma því eina leiðin til þess að taka þátt í afmælisveislunni væri að sigla þangað. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×