Innlent

Tugir ó­­­skráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkis­lög­­reglu­­stjóra

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Guðjón Valdimarsson byssusmiður er faðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustóra.
Guðjón Valdimarsson byssusmiður er faðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustóra. Vísir/Vilhelm

Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum.

Ríkisútvarpið greinir frá þessu

Guðjón var ekki handtekinn vegna málsins.

Guðjón er byssusmiður og var á dögunum sakaður um að selja ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Fréttastofa ræddi við byssusmiðinn Agnar Guðjónsson, sem sagði meðal annars að tveir karlmenn hefðu komið með hálfsjálfvirka riffla til hans sem keyptir hafi verið hjá Guðjóni.

„Það komu til mín tveir strákar sem keyptu byssur af Guðjóni. Ég breytti báðum rifflunum í straightpull eins og þeir voru upphaflega skráðir en þetta voru hálfsjálfvirkir rifflar,“ segir Agnar Guðjónsson byssusmiður.

Agnar segir lögregluna ekki haft áhuga á að rannsaka málið og segir óskiljanlegt að Guðjón hafi ekki fengið stöðu sakbornings í málinu. Sigríður Björk, þá lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði sig frá rannsókn málsins vegna föður síns og tók lögreglustjórinn á Vesturlandi við. 

Ákæra í málinu var síðan gefin út árið 2019.

Ríkisútvarpið greinir einnig frá því að yfirheyrsla á Guðjóni sem vitni í málinu hafi verið framkvæmd á heimili hans en ekki á lögreglustöð. Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna sá háttur var hafður á.


Tengdar fréttir

„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“

Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag.

Nafn föður ríkis­lög­reglu­stjóra kom upp við skýrslu­tökur

Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×