„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 20:09 Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefði selt minnst þrjá hálfsjálfvirka og ólöglega riffla. „Það komu til mín tveir strákar sem keyptu byssur af Guðjóni. Ég breytti báðum rifflunum í straightpull eins og þeir voru upphaflega skráðir en þetta voru hálfsjálfvirkir rifflar,“ segir Agnar Guðjónsson byssusmiður. Byssurnar voru að hans sögn báðar hálfsjálfvirkar en um svipað leiti og mennirnir leituðu til hans hafði annar maður verið sakfelldur af Landsrétti fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér í ólöglegri mynd. Að hans sögn hafði Guðjón talið honum trú um að þar sem byssan hefði verið flutt inn áður en lögum um skotvopn hefði verið breytt væri byssan lögleg. „Hann vitnar í gömul lög að þær hafi verið fluttar inn áður en lögunum var breytt. Þetta var einhver svoleiðis skrípaleikur. En, hálfsjálfvirkir rifflar eins og þessir eru bannaðir.“ Segir óskiljanlegt að Guðjón hafi ekki fengið stöðu sakbornings Málið kom upp í Reykjavík en Sigríður Björk var þá lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og þurfti embættið því að segja sig frá málinu. Með bréfi frá ríkissaksóknara í júlí 2018 var lögreglustjóranum á Vesturlandi falin meðferð málsins. Ákæra var svo gefin út í janúar 2019. Guðjón var aðeins vitni í málinu og segir lögmaður mannsins sem var dæmdur í samtali við fréttastofu að það sé óskiljanlegt að Guðjón hafi ekki fengið réttarstöðu sakbornings og að rannsóknin hafi aðeins verið skuggi af því sem hún hefði átt að vera. Faðir ríkislögrelgustjóra hefur verið sakaður um að hafa breytt byssum og selt þær í ólöglegri mynd.Vísir/Steingrímur Dúi Af dómsgögnum að dæma hélt maðurinn því fram allt frá fyrstu skýrslutöku að Guðjón hafi selt honum riffilinn í þeirri mynd sem hann fannst á heimili hans, sem hálfsjálfvirkt skotvopn. Rifillinn var af gerðinni AR-15, sem venjulega eru sjálfvirkir rifflar en hafði verið skráður þannig að hlaða þyrfti hverju skoti handvirkt í hlaupið. „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni,“ segir Agnar. Þú varst aldrei spurður út í þína aðkomu? „Nei, ég kem bara að þessu með því að breyta þessu fyrir strákana svo byssurnar væru löglegar. Þannig þær yrðu ekki teknar af þeim. Það er lítill áhugi hjá lögreglunni að rannsaka þetta mál.“ Vill vita hvaða lögregluembætti hefur gefið Guðjóni leyfi fyrir innflutningi En hvernig virkar hálfsjálfvirk byssa? Í stað þess að hlaða þurfi hverri kúlu handvirkt í hlaup vopnsins, milli þess sem tekið er í gikkinn, hleður skotvopnið næstu kúlu sjálft og flýtir þannig fyrir skotmanninum. Agnar segist ekki hafa verið spurður út í málið af lögreglunni. „En ég hef ekki farið leynt með það að ég sé búinn að breyta tveimur byssum svo þær séu eins og þær eiga að vera,“ segir Agnar. „Það væri gaman að sjá hver hafi skrifað undir alla þessa pappíra fyrir því sem Guðjón hefur verið að flytja inn. Það þarf samþykki frá lögregluembætti, það er spurning hvaða embætti það hefur verið.“ Skotvopn Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Getur ekki upplýst um stöðu föður ríkislögreglustjóra í hryðjuverkarannsókn Héraðssaksóknari segist ekki geta gefið upp hvaða stöðu faðir ríkislögreglustjóra hefur í rannsókn embættisins á meintri tilraun til hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að nafn föður hans var nefnt við skýrslutöku sakborninga. 2. nóvember 2022 12:00 Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefði selt minnst þrjá hálfsjálfvirka og ólöglega riffla. „Það komu til mín tveir strákar sem keyptu byssur af Guðjóni. Ég breytti báðum rifflunum í straightpull eins og þeir voru upphaflega skráðir en þetta voru hálfsjálfvirkir rifflar,“ segir Agnar Guðjónsson byssusmiður. Byssurnar voru að hans sögn báðar hálfsjálfvirkar en um svipað leiti og mennirnir leituðu til hans hafði annar maður verið sakfelldur af Landsrétti fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér í ólöglegri mynd. Að hans sögn hafði Guðjón talið honum trú um að þar sem byssan hefði verið flutt inn áður en lögum um skotvopn hefði verið breytt væri byssan lögleg. „Hann vitnar í gömul lög að þær hafi verið fluttar inn áður en lögunum var breytt. Þetta var einhver svoleiðis skrípaleikur. En, hálfsjálfvirkir rifflar eins og þessir eru bannaðir.“ Segir óskiljanlegt að Guðjón hafi ekki fengið stöðu sakbornings Málið kom upp í Reykjavík en Sigríður Björk var þá lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og þurfti embættið því að segja sig frá málinu. Með bréfi frá ríkissaksóknara í júlí 2018 var lögreglustjóranum á Vesturlandi falin meðferð málsins. Ákæra var svo gefin út í janúar 2019. Guðjón var aðeins vitni í málinu og segir lögmaður mannsins sem var dæmdur í samtali við fréttastofu að það sé óskiljanlegt að Guðjón hafi ekki fengið réttarstöðu sakbornings og að rannsóknin hafi aðeins verið skuggi af því sem hún hefði átt að vera. Faðir ríkislögrelgustjóra hefur verið sakaður um að hafa breytt byssum og selt þær í ólöglegri mynd.Vísir/Steingrímur Dúi Af dómsgögnum að dæma hélt maðurinn því fram allt frá fyrstu skýrslutöku að Guðjón hafi selt honum riffilinn í þeirri mynd sem hann fannst á heimili hans, sem hálfsjálfvirkt skotvopn. Rifillinn var af gerðinni AR-15, sem venjulega eru sjálfvirkir rifflar en hafði verið skráður þannig að hlaða þyrfti hverju skoti handvirkt í hlaupið. „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni,“ segir Agnar. Þú varst aldrei spurður út í þína aðkomu? „Nei, ég kem bara að þessu með því að breyta þessu fyrir strákana svo byssurnar væru löglegar. Þannig þær yrðu ekki teknar af þeim. Það er lítill áhugi hjá lögreglunni að rannsaka þetta mál.“ Vill vita hvaða lögregluembætti hefur gefið Guðjóni leyfi fyrir innflutningi En hvernig virkar hálfsjálfvirk byssa? Í stað þess að hlaða þurfi hverri kúlu handvirkt í hlaup vopnsins, milli þess sem tekið er í gikkinn, hleður skotvopnið næstu kúlu sjálft og flýtir þannig fyrir skotmanninum. Agnar segist ekki hafa verið spurður út í málið af lögreglunni. „En ég hef ekki farið leynt með það að ég sé búinn að breyta tveimur byssum svo þær séu eins og þær eiga að vera,“ segir Agnar. „Það væri gaman að sjá hver hafi skrifað undir alla þessa pappíra fyrir því sem Guðjón hefur verið að flytja inn. Það þarf samþykki frá lögregluembætti, það er spurning hvaða embætti það hefur verið.“
Skotvopn Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Getur ekki upplýst um stöðu föður ríkislögreglustjóra í hryðjuverkarannsókn Héraðssaksóknari segist ekki geta gefið upp hvaða stöðu faðir ríkislögreglustjóra hefur í rannsókn embættisins á meintri tilraun til hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að nafn föður hans var nefnt við skýrslutöku sakborninga. 2. nóvember 2022 12:00 Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Getur ekki upplýst um stöðu föður ríkislögreglustjóra í hryðjuverkarannsókn Héraðssaksóknari segist ekki geta gefið upp hvaða stöðu faðir ríkislögreglustjóra hefur í rannsókn embættisins á meintri tilraun til hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að nafn föður hans var nefnt við skýrslutöku sakborninga. 2. nóvember 2022 12:00
Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10
Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51