Lífið

Nóvemberspá Siggu Kling - Hrúturinn

Sigga Kling skrifar

Elsku Hrúturinn minn, það hafa verið litlir jarðskjálftar í kringum lífið þitt undanfarið og margt lítið gerir eitt stórt. 

Þú þarft að afstýra því að leyfa fólki sem skiptir þig engu máli í vinnunni hafa áhrif á þig. Það sama gildir um aðra hluti sem efla þig ekki. Ástæðan er sú að það eru margar ákvarðanatökur fram undan hjá þér. Vegna þess að ef þú leyfir það þá ertu á ferðalagi í lífinu sem hæfir þér ekki og gæti fyllt þig andleysi, þreytu og gert þig sljóan eða veikan. Þá er ég ekki viss um að þú verðir sáttur við sjálfan þig eða að þú fáir þá virðingu til þín sem byggir upp það sjálfstraust sem þú ert blessaður með.

Að sjálfsögðu átt þú eftir að vera við stýrið þegar þú hefur ákveðið að láta ekki þessa skjálfta ná inn í hjarta þitt. Þegar þú ert í raun og veru við stýrið, ekki farþegi sem flýtur bara með, þá nærðu stjórninni. Það munu engin vettlingatök duga, heldur þarftu að horfast í strax í augu við það sem stressar eða bælir þig niður og þá sérðu að þetta tímabil gefur þér þá liti sem þú vilt og jafnvel regnbogann sjálfan.

En þessu fylgja líka ákvarðanatökur, það er annaðhvort já eða nei við þeim hlutum sem eru að gerast í kringum þig. Því það er þannig að þegar þú tekur ákvörðun, þó hún sé erfið, þá fer hjarta þitt, sálin og hugurinn að færast til þeirra áttar, þótt hún sé erfið. Ef þú ert að hugsa um ástina þá þarftu einnig að taka sterka ákvörðun í sambandi við hana. Er þetta það sem þú vilt eða ætlar? Eða er þetta þráhyggja gagnvart einhverju sem er ekki gott fyrir þig? En þið sem eruð komin með goð eða gyðju við hlið ykkar, þá skuluð þið efla, bæta og styrkja það samband.

Knús og kossar, Sigga Kling


Tengdar fréttir

Nóvemberspá Siggu Kling - Vogin

Elsku Vogin mín, þú ert svo fylgin þér og þú leggur þig svo ofboðslega fram í því sem þú tekur að þér og þú nærð þar af leiðandi meiri árangri en margir.

Nóvemberspá Siggu Kling - Krabbinn

Elsku Krabbinn minn, það er alltaf svo gaman að vera í kringum týpur eins og þig. Þú hefur þann dásamlega hæfileika að vera sögumaður og hafa svo heillandi nærveru.

Nóvemberspá Siggu Kling - Vatnsberinn

Elsku Vatnsberinn minn, þitt blíða hressandi hjartalag getur átt dálítið erfitt þegar að Veröldin hristist og þótt að ekki allt hafi gengið nákvæmlega upp eins og þú vildir þá er samt mikill meirihluti atvika að ganga þér í hag.

Nóvemberspá Siggu Kling - Fiskarnir

Elsku Fiskurinn minn, þú ert ljúfur, blíður og talar við flestalla. Þú ert kurteis en átt það til að spýta bleki til þess að hrista upp í lífskokkteilnum til þess að fá aðra til þess að hreyfast eða anda.

Nóvemberspá Siggu Kling - Sporðdrekinn

Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert að fara inn í tímabil sem er svo magnað. Afstaða tunglanna er kannski ekki öllum í hag, en þú færð aukakraft til þess að leiðrétta það sem hefur verið gert rangt gagnvart þér.

Nóvemberspá Siggu Kling - Ljónið

Elsku Ljónið mitt, það hafa hreinlega verið allskonar stuttmyndir, bæði hryllings og ástar svo það hefur verið einskonar vísindaskáldsaga.

Nóvemberspá Siggu Kling - Nautið

Elsku Nautið mitt, þú þarft að vita það að það að vera sterkur er þinn eiginleiki. En það koma þeir tímar að þú nennir ekki að virkja kraftinn þinn.

Nóvemberspá Siggu Kling - Meyjan

Elsku Meyjan mín, þó það hafi raðast yfir andann þinn allskonar lægðir og hæðir, allt verður svo stórkostlegt eða alls ekki.

Nóvemberspá Siggu Kling - Steingeitin

Elsku Steingeitin mín, það er eins og þú finnir það á lyktinni að það sé eitthvað spennandi og gott að mæta þér og í þá átt liggur svo sannarlega þín leið.

Nóvemberspá Siggu Kling - Tvíburi

Elsku Tvíburinn minn þú verður að athuga það að þú hefur fengið það að gjöf að geta notað fleiri en einn karakter í lífi þínu, það er líka þín gjöf að þú getur breytt málum á ljóshraða.

Nóvemberspá Siggu Kling - Bogmaðurinn

Elsku Bogmaðurinn minn, lífið á það til að vera ótrúlegra en bíómynd og þú ert staddur á sérkennilegum kafla í myndinni þar sem er einskonar draugagangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×