Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 13:42 Sjón lýsir því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í því að hvítþvo Katrínu Jakobsdóttur með því að vera með henni á bókmenntahátíð, nú þegar fyrir liggi að ríkisstjórn hennar hafi vísað hælisleitendum af landi brott með skömmum fyrirvara. vísir/vilhelm Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. Sjón segist ekki vilja vera þátttakandi í því að hvítþvo Katrínu Jakobsdóttur, sem er meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni. Hann telur einsýnt að Katrín hljóti að bera fulla ábyrgð á því að fimmtán hælisleitendur hafi verið fluttir af landi brott í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Katrín sendi, ásamt Ragnari Jónassyni glæpasagnahöfundi, nýverið frá sér glæpasöguna Reykjavík. I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.— Sjón (@Sjonorama) November 3, 2022 Hátíðin Iceland Noir 2022 verður haldin 16. til 19. þessa mánaðar í Reykjavík og meðal þeirra sem kynntir hafa verið sem sérlegir þátttakendur eru Katrín Jakobsdóttir, Eliza Reid forsetafrú, Sjón, Mark Billingham, Paula Hawkins, Sophie Hannah, Abir Mukherjee, Nita Propse, Ólafur Darri Ólafsson, Amanda Reagdman, Ruth Ware, Ryan Tubridy, Lucy Foley, AJ Finn, Clare Mackintosh og Liz Nugend. Þannig að ljóst er að um mikla hátíð er að ræða en á heimasíðu viðburðarins kemur fram að passar á hátíðina séu upppseldir. Meðal þeirra sem styrkja hátína eru Storytel og Fríkirkjan í Reykjavík. Sjón birtir yfirlýsingu sína á ensku, á Twitter, en fáir ef nokkrir íslenskir höfundar eru eins þekktir fyrir verk sín og hann. Sjón merkir Katrínu sérstaklega í færslu sinni þannig að afstaða hans fer um víðan völl, svohljóðandi: „I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.“ Viðbrögð við orðum Sjóns hafa ekki látið á sér standa og hafa nú þegar fjölmargir deilt færslu hans og tekið undir. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40 Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Sjón segist ekki vilja vera þátttakandi í því að hvítþvo Katrínu Jakobsdóttur, sem er meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni. Hann telur einsýnt að Katrín hljóti að bera fulla ábyrgð á því að fimmtán hælisleitendur hafi verið fluttir af landi brott í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Katrín sendi, ásamt Ragnari Jónassyni glæpasagnahöfundi, nýverið frá sér glæpasöguna Reykjavík. I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.— Sjón (@Sjonorama) November 3, 2022 Hátíðin Iceland Noir 2022 verður haldin 16. til 19. þessa mánaðar í Reykjavík og meðal þeirra sem kynntir hafa verið sem sérlegir þátttakendur eru Katrín Jakobsdóttir, Eliza Reid forsetafrú, Sjón, Mark Billingham, Paula Hawkins, Sophie Hannah, Abir Mukherjee, Nita Propse, Ólafur Darri Ólafsson, Amanda Reagdman, Ruth Ware, Ryan Tubridy, Lucy Foley, AJ Finn, Clare Mackintosh og Liz Nugend. Þannig að ljóst er að um mikla hátíð er að ræða en á heimasíðu viðburðarins kemur fram að passar á hátíðina séu upppseldir. Meðal þeirra sem styrkja hátína eru Storytel og Fríkirkjan í Reykjavík. Sjón birtir yfirlýsingu sína á ensku, á Twitter, en fáir ef nokkrir íslenskir höfundar eru eins þekktir fyrir verk sín og hann. Sjón merkir Katrínu sérstaklega í færslu sinni þannig að afstaða hans fer um víðan völl, svohljóðandi: „I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.“ Viðbrögð við orðum Sjóns hafa ekki látið á sér standa og hafa nú þegar fjölmargir deilt færslu hans og tekið undir.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40 Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40
Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu