Sýndu magnaða ræðu Messi fyrir úrslitaleikinn í Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 09:01 Lionel Messi tók við bikarnum eftir sigur Argentínu í Suður-Ameríkubikarnum og var heldur betur kátur. Getty/Buda Mendes Það styttist í það að heimsmeistarakeppnin hefjist í Katar og þar verða augu margra á Argentínumanninum Lionel Messi sem fær þar síðasta tækifærið til að kóróna feril sinn með heimsmeistaratitli. Messi vann loksins titil með argentínska landsliðinu í fyrra þegar liðið varð Suður-Ameríkumeistari eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik. Nú er kominn út ný heimildarmynd um þessa Suður-Ameríkukeppni 2021, keppni sem fór fram í Brasilíu ári seinna en átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu. Ástæðan var auðvitað kórónuveiran. Netflix framleiðir heimildarmyndina um sigur Argentínu og heitir hún „Sean eternos: Campeones de America“ eða „Verðið eilífir: Meistarar Suður-Ameríku“ ef við reynum að þýða þetta á íslensku. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það má sjá ræðu Messi í kynningarmyndbandi fyrir myndina og það er óhætt að það sé áhrifaríkt að hlusta á ástríðufullan Messi reyna að kveikja í sínum mönnum. Hann var búinn að bíða lengi eftir að vinna gull með Argentínu og fengið að upplifa nokkur töp í úrslitaleikjum. „Fjörutíu og fimm dagar án þess að sjá fjölskyldu ykkar strákar,“ sagði Lionel Messi í klefanum fyrir leik. „Við settum okkur markmið og erum einu litlu skrefi frá því að ná því,“ hélt Messi áfram. „Það er ekkert sem heitir tilviljun strákar. Vitið þið hvað? Það átti að spila um þennan bikar í Argentínu en guð fór með hann hingað. Guð fór með hann hingað svo við gætum lyft honum á Maracana vellinum strákar. Hvað gæti verið fallegra fyrir alla,“ sagði Messi. „Við skulum því fara út fullir sjálfstraust en um leið yfirvegaðir því við ætlum að taka þennan bikar með okkur heim,“ sagði Messi. Argentína vann úrslitaleikinn 1-0 með marki frá Ángel Di María. Lionel Messi varð markakóngur keppninnar og einnig kosinn besti leikmaðurinn. Hann fékk síðan Gullhnöttinn ekki síst fyrir þessa frammistöðu sína í Copa America. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zkmxFvWu8Bc">watch on YouTube</a> Copa América Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Messi vann loksins titil með argentínska landsliðinu í fyrra þegar liðið varð Suður-Ameríkumeistari eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik. Nú er kominn út ný heimildarmynd um þessa Suður-Ameríkukeppni 2021, keppni sem fór fram í Brasilíu ári seinna en átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu. Ástæðan var auðvitað kórónuveiran. Netflix framleiðir heimildarmyndina um sigur Argentínu og heitir hún „Sean eternos: Campeones de America“ eða „Verðið eilífir: Meistarar Suður-Ameríku“ ef við reynum að þýða þetta á íslensku. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það má sjá ræðu Messi í kynningarmyndbandi fyrir myndina og það er óhætt að það sé áhrifaríkt að hlusta á ástríðufullan Messi reyna að kveikja í sínum mönnum. Hann var búinn að bíða lengi eftir að vinna gull með Argentínu og fengið að upplifa nokkur töp í úrslitaleikjum. „Fjörutíu og fimm dagar án þess að sjá fjölskyldu ykkar strákar,“ sagði Lionel Messi í klefanum fyrir leik. „Við settum okkur markmið og erum einu litlu skrefi frá því að ná því,“ hélt Messi áfram. „Það er ekkert sem heitir tilviljun strákar. Vitið þið hvað? Það átti að spila um þennan bikar í Argentínu en guð fór með hann hingað. Guð fór með hann hingað svo við gætum lyft honum á Maracana vellinum strákar. Hvað gæti verið fallegra fyrir alla,“ sagði Messi. „Við skulum því fara út fullir sjálfstraust en um leið yfirvegaðir því við ætlum að taka þennan bikar með okkur heim,“ sagði Messi. Argentína vann úrslitaleikinn 1-0 með marki frá Ángel Di María. Lionel Messi varð markakóngur keppninnar og einnig kosinn besti leikmaðurinn. Hann fékk síðan Gullhnöttinn ekki síst fyrir þessa frammistöðu sína í Copa America. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zkmxFvWu8Bc">watch on YouTube</a>
Copa América Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira