Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 07:31 Hinn sautján ára gamli Rico Lewis fagnar hér marki sínu Manchester City á móti Sevilla í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Getty/MB Media 33 mörk voru skoruð í síðustu leikjunum í E, F, G og H riðlum Meistaradeildar karla í fótbolta og nú má sjá mörkin frá gærkvöldinu hér á Vísi. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er ljós hvaða sextán lið komust áfram í útsláttarkeppnina. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þróun mála í H-riðlinum. Paris Saint-Germain vann sinn leik og var með mun betri markatölu en Benfica og því héldu að sigur myndi duga franska liðinu til að enda í fyrsta sætinu í H-riðlinum. Portúgalar voru á útivelli en tókst að komast upp í toppsætið með 6-1 útisigri á Maccabi Haifa. Benfica og Paris Saint-Germain enduðu jöfn á stigum, innbyrðis leikjum, markatölu og skoruðu mörkum en Benfica skoraði fleiri mörk á útivelli í riðlinum og tók fyrsta sætið á því. Annað sætið þýðir það fyrir Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar gætu mætt mjög sterku liði í sextán liða úrslitunum sem yrði ekki í fyrsta skiptið sem að gerist fyrir PSG. Klippa: Mörk úr Meistaradeildinni 2. nóvember 2022 Við Íslendingar fögnuðum örugglega mest marki Hákon Arnars Haraldssonar fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Borussia Dortmund en þetta var fyrsta og eina mark danska liðsins í riðlakeppninni í ár. FCK tapaði ekki heimaleik í riðlinum en varð engu að síður að sætta sig við neðsta sætið. Argentínumaðurinn Julian Alvarez fór á kostum í framlínu Manchester City í fjarveru Erling Haaland og var með eitt mark og tvær stoðsendingar en eitt marka City skoraði hinn sautján ára gamli Rico Lewis. Svisslendingurinn Denis Zakaria var líka eins af hetjum kvöldsins en hann skoraði sigurmark Chelsea í sínum fyrsta leik með félaginu en kom á láni frá Juventus 1. september. Chelsea og Manchester City unnu bæði sinn riðil eins og Benfica og það gerði líka Real Madrid. AC Milan, RB Leipzig, Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain komust áfram úr öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir ofan má sjá markaveislu gærkvöldsins úr Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er ljós hvaða sextán lið komust áfram í útsláttarkeppnina. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þróun mála í H-riðlinum. Paris Saint-Germain vann sinn leik og var með mun betri markatölu en Benfica og því héldu að sigur myndi duga franska liðinu til að enda í fyrsta sætinu í H-riðlinum. Portúgalar voru á útivelli en tókst að komast upp í toppsætið með 6-1 útisigri á Maccabi Haifa. Benfica og Paris Saint-Germain enduðu jöfn á stigum, innbyrðis leikjum, markatölu og skoruðu mörkum en Benfica skoraði fleiri mörk á útivelli í riðlinum og tók fyrsta sætið á því. Annað sætið þýðir það fyrir Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar gætu mætt mjög sterku liði í sextán liða úrslitunum sem yrði ekki í fyrsta skiptið sem að gerist fyrir PSG. Klippa: Mörk úr Meistaradeildinni 2. nóvember 2022 Við Íslendingar fögnuðum örugglega mest marki Hákon Arnars Haraldssonar fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Borussia Dortmund en þetta var fyrsta og eina mark danska liðsins í riðlakeppninni í ár. FCK tapaði ekki heimaleik í riðlinum en varð engu að síður að sætta sig við neðsta sætið. Argentínumaðurinn Julian Alvarez fór á kostum í framlínu Manchester City í fjarveru Erling Haaland og var með eitt mark og tvær stoðsendingar en eitt marka City skoraði hinn sautján ára gamli Rico Lewis. Svisslendingurinn Denis Zakaria var líka eins af hetjum kvöldsins en hann skoraði sigurmark Chelsea í sínum fyrsta leik með félaginu en kom á láni frá Juventus 1. september. Chelsea og Manchester City unnu bæði sinn riðil eins og Benfica og það gerði líka Real Madrid. AC Milan, RB Leipzig, Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain komust áfram úr öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir ofan má sjá markaveislu gærkvöldsins úr Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira