Fótbolti

Sjáðu mark Hákons Arnars gegn Dortmund

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hákon Arnar fagnar hér marki sínu gegn Dortmund í kvöld.
Hákon Arnar fagnar hér marki sínu gegn Dortmund í kvöld. Vísir/AP

Hákon Arnar Haraldssson varð í kvöld fjórði Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann jafnaði metin í 1-1 í leik FCK og Dortmund.

Marks Hákons Arnar kom 41.mínútu leiksins og jafnaði hann þá metin í 1-1 eftir að Thorgen Hazard hafði komið Dortmund yfir á 23.mínútu leiksins sem fram fer í Kaupmannahöfn.

Hákon Arnar er fjórði Íslendingurinn til að skora í Meistaradeild Evrópu en Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson voru fyrir leikinn einu þrír Íslendingarnir sem skorað höfðu í þessari sterkustu félagsliðadeild í heimi.

Klippa: Mark Hákons Arnars

Hákon Arnar, sem er uppalinn á Akranesi, gekk til liðs við FCK í Kaupamannahöfn frá ÍA árið 2019 og hefur komið við sögu í leikjum liðsins í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Sveitungi hans frá Akranesi, Ísak Bergmann Jóhannesson, og Orri Óskarsson, eru sömuleiðis í leikmannahópi FCK í kvöld. 

Ísak kom inn sem varamaður á 70.mínútu og það gerði Orri á 79.mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×