Hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2022 15:57 Frímann Emill Ingimundarson hefur tjáð hjúkrunarfólki að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vilji hann ekki að endurlífgun verði reynd. Frímann Emil Ingimundarson er 82 ára floga- og hjartveikur karlmaður sem glímir við ólæknandi beinkrabba á lokastigi. Hann hefur loksins gefið eftir í baráttu sinni fyrir að fara ekki á hjúkrunarheimili. Hann þykir aftur á móti of heilsuhraustur til að uppfylla skilyrði fyrir innlögn. Frímann hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi. Matthías Ægisson, hálfbróðir og nánasti aðstandandi Frímanns Egils, fékk símtal frá hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum á mánudag. Hann deildi reynslu þeirra bræðranna í færslu á Facebook í gær. „Frímann er svo heilsuhraustur að hann myndi aldrei uppfylla skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili,“ hefur Matthías eftir hjúkrunarfræðingnum. Frímann myndi aldrei standast hæfnismat. Matthías segir þessi orð hafa níst hjarta hans. Síaukin flogaköst, endurteknar ferðir með sjúkrabíl á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild eftir köst eða með verk fyrir hjarta. Það skipti ekki máli. „Hann er bara svo flottur og ber sig svo vel.“ Hefur misst alla lífslöngun Matthías segist ekki beina reiði sinni að hjúkrunarfræðingnum. „Hún sýndi undrun minni skilning þar sem ég skil ekki að 82 ára einstaklingur með ólæknandi krabbamein á lokastigi og ýmsa aðra kvilla geti verið heilsuhrastur og svo heilsuhraustur að hann „myndi aldrei uppfylla“ skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili. Hún sagði að svona væri kerfið,“ segir Matthías. Matthías hafi bent hjúkrunarfræðingnum á að Frímann beri ekki tilfinningar sínar á torg. „Andleg vanlíðan er ekki eitthvað sem fólk flíkar en hún er til staðar hjá bróður mínum í ríkum mæli og hefur svartnættið orðið það mikið að hann hefur misst alla lífslöngun,“ segir Matthías. Hann segist ekki sáttur við heilbrigðiskerfi sem telji dauðvona, fárveikt fólk með sjálfsvígshugsanir heilsuhraust og flott. Auk þess að gera því í raun ómögulegt að fá að verja síðustu augnablikum lífsins við mannsæmandi aðstæður. Matthías segist hafa horft á eftir tveimur bræðrum sem báðir fengu krabbamein. Lést nokkrum dögum eftir samþykki „Annar fékk að lokum inni á hjúkrunarheimili, hinn ekki fyrr en nefnd sem kom saman tvisvar í mánuði úti á landi hafði hist á fundi og náðarsamlega samþykkt að hann fengi að verja síðustu dögum ævinnar á hjúkrunarheimili sem var nokkurn veginn beint á móti húsinu sem hann bjó í ásamt nokkrum vistmönnum. Það tók nokkrar vikur að fá samþykkið og bróðir minn kvaddi stuttu síðar,“ segir Matthías. Raunar aðeins nokkrum dögum síðar. Matthías hefur miklar áhyggjur af bróður sínum sem hefur dvalið á hjartadeild undanfarið. „Spurningin er hvort hann fái flogakast í vikunni eða næstu. Stundum slasast hann illa ef hann fellur beint á andlitið eða aftur fyrir sig. Í einu kastinu fyrir nokkrum árum mölbraut hann á sér hægri öxl. Þá verður hringt á sjúkrabíl, hann fluttur á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild,“ segir Matthías. Líklega verði 1-2 lítrum af vatni tappað af gollurhúsi eða lungum, lyfjasamsetning endurskoðuð og „heilsuhrausti“ bróðir hans svo sendur heim því hann sé svo hraustur og flottur og beri sig vel. „Það hefur þurft að endurlífga heilsuhrausta bróður minn en nú hefur hann látið hjúkrunarfólk vita að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vill hann ekki lengur að endurlífgun verði reynd. Ég lái honum það ekki.“ Fréttastofa náði stuttlega tali af Matthíasi í dag. Þá var hann að aðstoða bróður sinn Frímann við útskrift af Landspítalanum. Frásögn Matthíasar hefur vakið mikla athygli og er í mikilli dreifingu á Facebook. Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Matthías Ægisson, hálfbróðir og nánasti aðstandandi Frímanns Egils, fékk símtal frá hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum á mánudag. Hann deildi reynslu þeirra bræðranna í færslu á Facebook í gær. „Frímann er svo heilsuhraustur að hann myndi aldrei uppfylla skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili,“ hefur Matthías eftir hjúkrunarfræðingnum. Frímann myndi aldrei standast hæfnismat. Matthías segir þessi orð hafa níst hjarta hans. Síaukin flogaköst, endurteknar ferðir með sjúkrabíl á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild eftir köst eða með verk fyrir hjarta. Það skipti ekki máli. „Hann er bara svo flottur og ber sig svo vel.“ Hefur misst alla lífslöngun Matthías segist ekki beina reiði sinni að hjúkrunarfræðingnum. „Hún sýndi undrun minni skilning þar sem ég skil ekki að 82 ára einstaklingur með ólæknandi krabbamein á lokastigi og ýmsa aðra kvilla geti verið heilsuhrastur og svo heilsuhraustur að hann „myndi aldrei uppfylla“ skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili. Hún sagði að svona væri kerfið,“ segir Matthías. Matthías hafi bent hjúkrunarfræðingnum á að Frímann beri ekki tilfinningar sínar á torg. „Andleg vanlíðan er ekki eitthvað sem fólk flíkar en hún er til staðar hjá bróður mínum í ríkum mæli og hefur svartnættið orðið það mikið að hann hefur misst alla lífslöngun,“ segir Matthías. Hann segist ekki sáttur við heilbrigðiskerfi sem telji dauðvona, fárveikt fólk með sjálfsvígshugsanir heilsuhraust og flott. Auk þess að gera því í raun ómögulegt að fá að verja síðustu augnablikum lífsins við mannsæmandi aðstæður. Matthías segist hafa horft á eftir tveimur bræðrum sem báðir fengu krabbamein. Lést nokkrum dögum eftir samþykki „Annar fékk að lokum inni á hjúkrunarheimili, hinn ekki fyrr en nefnd sem kom saman tvisvar í mánuði úti á landi hafði hist á fundi og náðarsamlega samþykkt að hann fengi að verja síðustu dögum ævinnar á hjúkrunarheimili sem var nokkurn veginn beint á móti húsinu sem hann bjó í ásamt nokkrum vistmönnum. Það tók nokkrar vikur að fá samþykkið og bróðir minn kvaddi stuttu síðar,“ segir Matthías. Raunar aðeins nokkrum dögum síðar. Matthías hefur miklar áhyggjur af bróður sínum sem hefur dvalið á hjartadeild undanfarið. „Spurningin er hvort hann fái flogakast í vikunni eða næstu. Stundum slasast hann illa ef hann fellur beint á andlitið eða aftur fyrir sig. Í einu kastinu fyrir nokkrum árum mölbraut hann á sér hægri öxl. Þá verður hringt á sjúkrabíl, hann fluttur á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild,“ segir Matthías. Líklega verði 1-2 lítrum af vatni tappað af gollurhúsi eða lungum, lyfjasamsetning endurskoðuð og „heilsuhrausti“ bróðir hans svo sendur heim því hann sé svo hraustur og flottur og beri sig vel. „Það hefur þurft að endurlífga heilsuhrausta bróður minn en nú hefur hann látið hjúkrunarfólk vita að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vill hann ekki lengur að endurlífgun verði reynd. Ég lái honum það ekki.“ Fréttastofa náði stuttlega tali af Matthíasi í dag. Þá var hann að aðstoða bróður sinn Frímann við útskrift af Landspítalanum. Frásögn Matthíasar hefur vakið mikla athygli og er í mikilli dreifingu á Facebook.
Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira