Innlent

Guð­laugur segist ekki hafa hótað Bjarna

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson kynnti framboð í Valhöll í gær.
Guðlaugur Þór Þórðarson kynnti framboð í Valhöll í gær. Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Innherji greindi frá því í dag að Guðlaugur Þór hafi viljað vera fjármálaráðherra gegn því að falla frá framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins. Kollegarnir, Guðlaugur og Bjarni, funduðu í vikunni og á krafa hins fyrrnefnda að vera meðal þess sem kom fram á fundinum. Þetta segir orkumálaráðherra ekki rétt.

Guðlaugur Þór segir að Bjarni hafi lengi vitað af áhyggjum sínum um stöðu mála í flokknum. Þeir félagar hafi hist, bæði í fjármálaráðuneytinu og á heimili Bjarna, og rætt stöðuna sem upp hafi verið komin.

„Um aðrar fullyrðingar í frétt Innherja er það að segja að það er allsendis ósatt að á þessum fundum hafi ég gert einhverjar kröfur til Bjarna Benediktssonar í skiptum fyrir að hætta við formannsframboð,“ segir Guðlaugur Þór í færslu á Facebook.

Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson munu ræða málin í viðtalsþættinum Pallborðið á Vísi klukkan 14:00 á morgun og líklegt er félagarnir verði inntir svara um efni fundarins.

Vísir og Innherji eru undir hatti Sýnar hf.


Tengdar fréttir

Gulli plús Kata talið ganga illa upp

Framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins teflir ríkisstjórnarsamstarfinu í tvísýnu að mati stjórnarþingmanna. Þeir óttast margir að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum nái Guðlaugur Þór kjöri. 

Guðlaugur vildi verða fjármálaráðherra gegn því að falla frá framboði

Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftlagsráðherra, var reiðubúinn að falla frá áformum sínum um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn því að Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins, myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Fram­boð Guð­laugs krókur á móti bragði

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.