Seinna í dag kemur í ljós hvaða fyrirtæki ber ábyrgð á skiltunum.Vísir/Vilhelm
Tölvuþrjótar bera ekki ábyrgð á óskýrum skilaboðum á auglýsingaskiltum borgarinnar. Einungis er um að ræða auglýsingaherferð sem verður útskýrð betur seinna í dag.
Vésteinn Gauti Hauksson, framkvæmdastjóri Billboard, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtæki væri að auglýsa.
Fjölmiðlar höfðu margir hverjir velt málinu fyrir sér í morgun. Því var slegið upp að mögulega væri um listagjörning að ræða eða að tölvuþrjótar hafi tekið yfir skiltin í tilefni af hrekkjavöku sem haldin er hátíðleg í dag.
Seinna í dag kemur í ljós hvaða fyrirtæki er að auglýsa á skiltunum.
Það er ekki tölvuþrjótur sem ber ábyrgð á þessu verki.Vísir/Vilhelm
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.