Íslendingar sameinuðust í andúð sinni á Frappart eftir slaka frammistöðu hennar í umspilsleik Portúgals og Íslands um sæti á HM 2023. Hún dæmdi mark af íslenska liðinu og svo vítaspyrnu á Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Frappart rak hana einnig af velli. Seinna dæmdi hún annað víti á Ísland en sneri þeim dómi við.
Þótt Frappart hafi ekki átt sinn besta dag í Portúgal fyrr í þessum mánuði er hún almennt talin besti kvendómari heims. Hún hefur dæmt stóra leiki í karlaboltanum, meðal annars Ofurbikar Evrópu 2019 þar sem Liverpool sigraði Chelsea eftir vítaspyrnukeppni.
Frappart varð fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild karla þegar hún dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev 2. desember 2020.
Frappart dæmir einnig í Meistaradeildinni á miðvikudaginn þegar Real Madrid tekur á móti Celtic á Santiago Bernabéu í F-riðli. Madrídingar eru í efsta sæti riðilsins en skosku meistararnir í því neðsta og eiga ekki lengur möguleika á að komast áfram, hvað þá í Evrópudeildina.
Stéphanie Frappart will be the referee in charge of our match @CelticFC.#UCL pic.twitter.com/3yE0Ut1XOj
— Real Madrid C.F. (@realmadriden) October 31, 2022
Ekki vantar verkefnin hjá Frappart á næstunni því hún er á leið til Katar þar sem hún dæmir á HM karla, fyrst kvenna.