Jóhannes Tómasson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2022 07:32 Jóhannes Tómasson. Aðsend Jóhannes Tómasson, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, er látinn, sjötugur að aldri. Hann starfaði lengi sem blaðamaður á Morgunblaðinu en tók árið 2006 við starfi upplýsingafulltrúa samgönguráðuneytisins, síðar innanríkisráðuneytisins, og starfaði þar í tólf ár með níu ráðherrum. Í tilkynningu frá aðstandendum kemur fram að Jóhannes hafi fæðst í Reykjavík 28. febrúar 1952. Hann hafi látist á Landspítala Fossvogi 28. október 2022, eftir snarpa og krefjandi baráttu við krabbamein. „Foreldrar hans voru Anna Jóhannesdóttir húsfreyja, f. á Seyðisfirði 30.10.1924, d. 6.5.2018 og Tómas Árni Jónasson læknir f. á Ísafirði 05.10.1923, d. 5.11.2016. Jóhannes kvæntist 20. september 1975 eftirlifandi eiginkonu sinni Málfríði Finnbogadóttur f. í Reykjavík 21.01.1954. Þau eiga þrjú börn; Helga, útsendingarstjóra, f. 30.03.1976, Önnu, kennara, f. 12.08.1978 og Þórdísi, myndlistarmann, f. 15.10.1979. Jóhannes og Málfríður eiga átta barnabörn. Jóhannes ólst upp hjá foreldrum sínum fyrst í Súðavík, síðar í Detroit í Bandaríkunum þar sem Tómas stundaði framhaldsnám og þar hófst skólaganga Jóhannesar í leikskóla. Eftir heimkomuna tók við nám í Ísaksskóla, Breiðagerðisskóla, Hlíðaskóla og Gaggó Aust. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972 og stundaði síðan nám í Kennaraháskóla Íslands. Jóhannes sótti ótal námskeið og fræðslu sem tengdist blaðamennsku og útgáfu. Jóhannes hafði meirapróf í akstri og árið 2012 lauk hann diplómanámi í flugrekstrarfræði frá Keili. Hann starfaði við blaðamennsku og útgáfustörf frá árinu 1976 þegar hann hóf störf á Morgunblaðinu. Eftir nokkurra ára starf þar var hann meðal annars ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins og starfaði nokkur ár að upplýsinga- og fræðslumálum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og sinnti meðfram því ritstörfum fyrir ýmsa aðila í lausamennsku. Árið 1997 sneri hann aftur til starfa hjá Morgunblaðinu, en árið 2006 var Jóhannes ráðinn upplýsingafulltrúi Samgönguráðuneytisins, síðar Innanríkisráðuneyti og starfaði þar í tólf ár með níu ráðherrum; ýmist innanríkis-, dómsmála- eða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherrar. Eftir að föstum störfum lauk fékkst hann við ýmis verkefni m.a. ritun bókar um Björn Pálsson flugmann sem væntanleg er snemma næsta árs. Einnig nýtti hann meiraprófið og greip í akstur, þar á meðal afleysingar við akstur ráðherra ríkisstjórnarinnar. Jóhannes var alla tíð virkur í félagsstörfum. Hann var félagi í Blaðamannafélagi Íslands og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, sat meðal annars í verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna og í siðanefnd félagsins. Hann var sæmdur gullmerki BÍ árið 2017. Þá sat Jóhannes í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur í mörg ár, sem formaður árin 1999-2007 og kosinn heiðursfélagi Krabbameinsfélags Íslands árið 2009. Einnig sat hann í stjórn Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um tíma. Jóhannes var alla tíð áhugamaður um flug og flugöryggi og sótti ráðstefnur um þau málefni ásamt stjórnarsetu í Þristavinafélaginu. Á sínum yngri árum söng hann í Æskulýðskór KFUM og KFUK, með sönghópnum Kórbroti og síðar með Mótettukórnum og var félagi í Kristilegum skólasamtökum og Kristilegu stúdentafélagi. Jóhannes spilaði badminton með félögum sínum tvisvar í viku í áratugi, las mikið og hafði ánægju af að ferðast bæði innanlands og utan og hefur víða farið og margs notið með fjölskyldu og vinum,“ segir í tilkynningunni. Andlát Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Í tilkynningu frá aðstandendum kemur fram að Jóhannes hafi fæðst í Reykjavík 28. febrúar 1952. Hann hafi látist á Landspítala Fossvogi 28. október 2022, eftir snarpa og krefjandi baráttu við krabbamein. „Foreldrar hans voru Anna Jóhannesdóttir húsfreyja, f. á Seyðisfirði 30.10.1924, d. 6.5.2018 og Tómas Árni Jónasson læknir f. á Ísafirði 05.10.1923, d. 5.11.2016. Jóhannes kvæntist 20. september 1975 eftirlifandi eiginkonu sinni Málfríði Finnbogadóttur f. í Reykjavík 21.01.1954. Þau eiga þrjú börn; Helga, útsendingarstjóra, f. 30.03.1976, Önnu, kennara, f. 12.08.1978 og Þórdísi, myndlistarmann, f. 15.10.1979. Jóhannes og Málfríður eiga átta barnabörn. Jóhannes ólst upp hjá foreldrum sínum fyrst í Súðavík, síðar í Detroit í Bandaríkunum þar sem Tómas stundaði framhaldsnám og þar hófst skólaganga Jóhannesar í leikskóla. Eftir heimkomuna tók við nám í Ísaksskóla, Breiðagerðisskóla, Hlíðaskóla og Gaggó Aust. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972 og stundaði síðan nám í Kennaraháskóla Íslands. Jóhannes sótti ótal námskeið og fræðslu sem tengdist blaðamennsku og útgáfu. Jóhannes hafði meirapróf í akstri og árið 2012 lauk hann diplómanámi í flugrekstrarfræði frá Keili. Hann starfaði við blaðamennsku og útgáfustörf frá árinu 1976 þegar hann hóf störf á Morgunblaðinu. Eftir nokkurra ára starf þar var hann meðal annars ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins og starfaði nokkur ár að upplýsinga- og fræðslumálum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og sinnti meðfram því ritstörfum fyrir ýmsa aðila í lausamennsku. Árið 1997 sneri hann aftur til starfa hjá Morgunblaðinu, en árið 2006 var Jóhannes ráðinn upplýsingafulltrúi Samgönguráðuneytisins, síðar Innanríkisráðuneyti og starfaði þar í tólf ár með níu ráðherrum; ýmist innanríkis-, dómsmála- eða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherrar. Eftir að föstum störfum lauk fékkst hann við ýmis verkefni m.a. ritun bókar um Björn Pálsson flugmann sem væntanleg er snemma næsta árs. Einnig nýtti hann meiraprófið og greip í akstur, þar á meðal afleysingar við akstur ráðherra ríkisstjórnarinnar. Jóhannes var alla tíð virkur í félagsstörfum. Hann var félagi í Blaðamannafélagi Íslands og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, sat meðal annars í verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna og í siðanefnd félagsins. Hann var sæmdur gullmerki BÍ árið 2017. Þá sat Jóhannes í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur í mörg ár, sem formaður árin 1999-2007 og kosinn heiðursfélagi Krabbameinsfélags Íslands árið 2009. Einnig sat hann í stjórn Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um tíma. Jóhannes var alla tíð áhugamaður um flug og flugöryggi og sótti ráðstefnur um þau málefni ásamt stjórnarsetu í Þristavinafélaginu. Á sínum yngri árum söng hann í Æskulýðskór KFUM og KFUK, með sönghópnum Kórbroti og síðar með Mótettukórnum og var félagi í Kristilegum skólasamtökum og Kristilegu stúdentafélagi. Jóhannes spilaði badminton með félögum sínum tvisvar í viku í áratugi, las mikið og hafði ánægju af að ferðast bæði innanlands og utan og hefur víða farið og margs notið með fjölskyldu og vinum,“ segir í tilkynningunni.
Andlát Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira