Lula kjörinn forseti Brasilíu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. október 2022 23:32 Hér má sjá Lula heilsa stuðningsfólki sínu eftir að hann mætti á kjörstað fyrr í dag. AP/Andre Penner Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. Lula og Bolsonaro eru mjög ólíkir stjórnmálamenn, en Lula bíður ærið verkefni þar sem meirihluti þingsins er trúr Bolsonaro og gæti torveldað Lula mjög að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti víða um Brasilíu þegar fréttir bárust af því að það stefndi í sigur Lula. Hér má sjá hóp stuðningsmanna í São Paolo. Lula just surpasses Bolsonaro, and Brazilians at this bar in São Paulo are ecstatic pic.twitter.com/Leh7rGGNlw— Sofia Bettiza (@SofiaBettiza) October 30, 2022 Lula gegndi embætti forseta Brasilíu frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðan hreinsaður af þeim ásökunum, en ekki fyrr en hann hafði eytt tæpum sex hundruð dögum í fangaklefa. Nokkrum augnablikum áður en tilkynnt var að Lula hefði sigrað Bolsonaro tísti hann einu orði, „lýðræði“ á Twitter-reikningi sínum ásamt því að leggja áherslu á framfarir með myndbirtingu sinni. Tístið má sjá hér að neðan. Democracia. pic.twitter.com/zvnBbnQ3HG— Lula 13 (@LulaOficial) October 30, 2022 Lula vann fyrri umferð kosninganna fyrir tveimur vikum en skoðanakannanir bentu til að í þeirri seinni yrði mjótt á munum llíkt og varð raunin. Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur þó enn ekki viðurkennt ósigur sinn og óttast margir að hann muni ekki gera það, heldur halda því fram að rangt hafi verið haft við. Brasilía Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Lula og Bolsonaro eru mjög ólíkir stjórnmálamenn, en Lula bíður ærið verkefni þar sem meirihluti þingsins er trúr Bolsonaro og gæti torveldað Lula mjög að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti víða um Brasilíu þegar fréttir bárust af því að það stefndi í sigur Lula. Hér má sjá hóp stuðningsmanna í São Paolo. Lula just surpasses Bolsonaro, and Brazilians at this bar in São Paulo are ecstatic pic.twitter.com/Leh7rGGNlw— Sofia Bettiza (@SofiaBettiza) October 30, 2022 Lula gegndi embætti forseta Brasilíu frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðan hreinsaður af þeim ásökunum, en ekki fyrr en hann hafði eytt tæpum sex hundruð dögum í fangaklefa. Nokkrum augnablikum áður en tilkynnt var að Lula hefði sigrað Bolsonaro tísti hann einu orði, „lýðræði“ á Twitter-reikningi sínum ásamt því að leggja áherslu á framfarir með myndbirtingu sinni. Tístið má sjá hér að neðan. Democracia. pic.twitter.com/zvnBbnQ3HG— Lula 13 (@LulaOficial) October 30, 2022 Lula vann fyrri umferð kosninganna fyrir tveimur vikum en skoðanakannanir bentu til að í þeirri seinni yrði mjótt á munum llíkt og varð raunin. Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur þó enn ekki viðurkennt ósigur sinn og óttast margir að hann muni ekki gera það, heldur halda því fram að rangt hafi verið haft við.
Brasilía Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43