Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 07:33 Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Tumi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu. Þegar hann vaknaði var búið að loka staðnum og fór þjófavarnarkerfið í gang þegar hann reyndi að komast út. Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt og í gærkvöldi, miðað við dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að ekið hafi verið á níu ára barn í Grafarholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikil hálka var á vettvangi en barnið er sagt hafa hlotið minniháttar áverka á baki, höndum og víðar. Ekki þótti tilefni til að flytja barnið á sjúkrahús. Skömmu síðar hlaut fimmtán ára barn opið beinbrot við að detta af rafskútu í Garðabænum. Tilkynnt var um slys á veitingastað í Breiðholti í nótt þar sem maður datt niður stiga. Hann hlaut áverka á höfði og varð meðvitundarlaus. Hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Annar ölvaður maður slasaðist á höfði á nótt þegar hann datt af hjóli í Hlíðunum. Hann var sömuleiðis fluttur á bráðadeild. Þá handtók lögreglan tvær erlendar konur á hóteli í miðbænum en þær eru grunaðar um fjársvik og voru vistaðar í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Minnst tveir menn voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu brotið gegn lögreglusamþykkt en báðir eru sagðir hafa verið í annarlegu ástandi og annar þeirra var einnig grunaður um líkamsárás. Að endingu voru fjölmargir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun og/eða neyslu fíkniefna við akstur. Einn þeirra var ekki með ökuréttindi, var með fíkniefni á sér og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Þegar hann vaknaði var búið að loka staðnum og fór þjófavarnarkerfið í gang þegar hann reyndi að komast út. Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt og í gærkvöldi, miðað við dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að ekið hafi verið á níu ára barn í Grafarholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikil hálka var á vettvangi en barnið er sagt hafa hlotið minniháttar áverka á baki, höndum og víðar. Ekki þótti tilefni til að flytja barnið á sjúkrahús. Skömmu síðar hlaut fimmtán ára barn opið beinbrot við að detta af rafskútu í Garðabænum. Tilkynnt var um slys á veitingastað í Breiðholti í nótt þar sem maður datt niður stiga. Hann hlaut áverka á höfði og varð meðvitundarlaus. Hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Annar ölvaður maður slasaðist á höfði á nótt þegar hann datt af hjóli í Hlíðunum. Hann var sömuleiðis fluttur á bráðadeild. Þá handtók lögreglan tvær erlendar konur á hóteli í miðbænum en þær eru grunaðar um fjársvik og voru vistaðar í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Minnst tveir menn voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu brotið gegn lögreglusamþykkt en báðir eru sagðir hafa verið í annarlegu ástandi og annar þeirra var einnig grunaður um líkamsárás. Að endingu voru fjölmargir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun og/eða neyslu fíkniefna við akstur. Einn þeirra var ekki með ökuréttindi, var með fíkniefni á sér og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira